laugardagur, febrúar 14, 2004

Engar fréttir hafa enn borist af veðmálinu. Staðan er óbreytt og vonleysið allsráðandi. Ætli við endum ekki allar í búningum!
Er á leið í innflutningspartý til Betus í Bryggjuhverfið. Hún er víst búin að finna gaur handa mér... Þarf að kíkja á gripinn. Er að pæla í að mæta í klappstýru-outfittinu til að gera veiðina ennþá meira spennandi. Gæti hugsanlega dansað fyrir drenginn... fett mig og brett til að stafa nafnið hans:)... Sjáum til!
Betus er mikið í mun að finna stelpu handa drengnum, enda er hann að vinna hjá Austurbakka og lofaði henni ríflegum afslætti af Nike-vörum ef áætlunin gengi eftir. Ef þið sjáið Betus í brakandi nýjum Nike klæðnaði þá vitið þið stöðu mála:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home