miðvikudagur, mars 21, 2007

BABY SHOWER

Eins og verðandi móður sæmir, þá er ég áskrifandi af vikulegu fréttabréfi sem færir mér fróðleik um litla krílið.
Í morgun fékk ég einn slíkan með upplýsingum um normal stærð og þyngd 31 viku gömlu fóstri. Neðst í skeytinu voru hins vegar hugmyndir af "skemmtilegum" baby shower leikjum... jú mikið rétt, þetta er amerískt fréttabréf. Þrátt fyrir það þá get ég ekki alveg skilið að nokkurri konu, óléttri eður ei finnist þetta skemmtilegir leikir... dæmi hver fyrir sig:

Fun baby shower games!
• Guess how many times she'll pee in the next ten minutes!
• How many of us can fit in one pair of her panties?
• Who can finish a half gallon of ice cream first?
• Guess where she left her keys!

Gæti verið að ég væri ofur "touchy" sökum meðgönguhormóna...en mér finnst samt sem áður eins og verið sé að gera grín af verðandi móður með því að athuga hversu MARGAR vinkonur komast fyrir í nærbuxunum hennar!!!

miðvikudagur, mars 07, 2007

ARNARHREIÐRIÐ

Hreiðrið er officially okkar ;)
Kaupsamningurinn undirritaður í dag og gæti jafnvel verið að við fengjum afhent fyrr en áætlað var.
Gæti lífið verið betra...? :D

miðvikudagur, febrúar 28, 2007

PIRRPIRR LISTINN
Jiiiisús, nágranni minn er á góðri leið með að vera efstur á listanum yfir pirrpirr fólkið.
Kappinn er búinn að vera núna í heilan sólarhring að bora og bora og bora í vegginn sem snýr inn í stofu hjá mér.
Ég get ekki ímyndað mér hvað hann er að gera...annað en að hengja upp einhverja brjálæðislegustu hillusamstæðu sem sögur fara af. Hann notar tvö tæki, stóra bor og svo litla bor. Báðir jafn hrikalega pirrandi!

Ég er hætt að heyra í sjálfri mér, geta hugsað eða jafnvel horft á imbann. Ákvað að snúa vörn í sókn og tjúna upp sjónvarpið... alveg í hæsta. Nema hvað að ómþýð rödd Ed Bradley í 60 minutes er ekki nægilega ógnvekjandi. Spurning um að setja Amityville horror í DVD spilarann og færa allt heimabíókerfið svo það snúi að veggnum...og blasta :D

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

HLUTIR SEM HAFA BREYST EFTIR AÐ KÚLAN KOM:

- Ég má ekki ferðast! Fjölskyldumót í Köben næstu helgi og ég verð heima. Arnar að keppa í London helgina eftir það...gettu hvar ég verð. That´s right! Heima... Svo má maður víst ekki ferðast of fljótt með litla krílið og heldur ekki fara frá því. Fjúhhh sé fram á að komast til útlanda í fyrsta lagi eftir átta mánuði!

- Ég má ekki borða spægipylsu en það er eitt af mínu uppáhaldi. Sólblómasamlokan á kaffitár, used to be my favourite. Það er víst ekki heldur nóg að bíða með að borða þetta þartil í maí, heldur á meðan barnið er á brjósti takk fyrir! Þannig að ég og spæjó, eftir átta mánuði ;)

- Ég má ekki lengur taka á því í ræktinni, heldur tek hefðardömu æfingar (eins og læknirinn orðaði það). Það er þó styttra í að ég fái að hlaupa á brettinu. Maður má sumsé hlaupa þó maður sé með barn á brjósti! Gleði og hamingja - eitt stig!

- Ég get ekki sofið á maganum, eðlilega. Svo er víst hættulegt að sofa á bakinu líka, þannig að ég sef á hliðinni með snúningslak sem aðstoðar mig við að skipta um hlið, þegar ég vakna í þessi átta skipti yfir nóttina. Það jákvæða við þetta er að þá verð ég ennþá ferskari og vanari þegar að krílið er komið og vill fá að drekka á nóttunni. Ansi sjóuð orðin í þessu ;)

- Ég fæ hærri einkunnir í skólanum. Eins og Sandran orðaði það, þá skaðar greinilega ekki að hafa tvo heila ;)

- Ég sé ekki tázlurnar mínar :D Sem er bara fyndið! Nú veit ég hvernig Gaua litla líður að sjá ekki rækjuna sína ;)

- Ég þarf að fara í blóðprufur, taka inn fullt af vítamínum og lýsi. En viti menn...maður gerir allt fyrir litla krílið! Meira að segja ég sem hef ávallt verið úber hrædd við nálar ;)

- Ég kemst ekki lengur í gömlu fötin mín. Það er samt allt í þessu fína, því ég veit að ég á líklega eftir að sakna þess að hafa ekki kúlu, þegar litlan mín er komin í heiminn! Skrýtið en samt satt ;)

- All in all þá er þetta svo þess virði ;) Maður á að sjálfsögðu að vera sáttur við þessar breytingar því það er jú ekki sjálfsagt að getað eignast barn. Dettur nú í hug samtal sem ég átti við Söndruna um daginn en þar var kjarninn... we ain´t getting younger svo að... ef maður ætlar að eignast fleiri en eitt þá verður að fara setja eitthvað fúkt í þetta. Vinkvennahópurinn er líka MEST geldur held ég :D