laugardagur, febrúar 14, 2004

Fyrsta miðannarprófið að baki. Af þeim sökum var tjúttað all verulega í gærkveldi.
Fordrykkur og dýrindis frönsk samloka hjá Guggúlú. Tók Andy-Candy litlu systur með mér svona rétt til að sýna henni hvernig HR-djammið er.
Eftir fordrykkinn kom í ljós að meirihluti gestanna var bílandi... veit ekki alveg hvers vegna? Vandamál risu um hver ætti að fá að keyra hvern en málið settlað snöggt og fljótt. Keyrt beina leið í pínulítinn sal í Hamraborginni þar sem taumlaus gleði okkar vinkvennanna tók öll völd á dansgólfinu.
Svitinn lak af veggjum staðarins allt fram til miðnættis en þá héldum við á Sorapollinn. Sorinn var að sjálfsögðu til staðar...Palli Ágúst fær hrós fyrir setningu kveldsins: Tinna mín, ertu komin í Sorapollinn enn og aftur!
Hvað get ég sagt...forfallinn sora-fan!

Ætti líklega að fara að finna mér annan stað... betri stað....kannski Thorvaldsen verði fyrir valinu. Jamm ég er ekki frá því að ég fari að venja komur mínar aftur á T-ið! Líður stundum líkt og ég sé stödd í Séð og Heyrt blaði þar inni. Liðið þarna inni er náttúrulega langflest vikulegar fyrirsætur á síðum þessa yndislega slúðurrits...Arnar Gauti tískulögga með logsuðugleraugun sín og í kvartbuxunum. Já... ég hef aldrei skilið hvers vegna drengurinn reynir svona mikið að vera kúl... hefði kannski átt að hlusta á Helga Björns og vera hann sjálfur.

Eitt stofustáss Thorvaldsen er einkaþjálfarinn Raoul í World Class. Vinkona mín (ónefnd) var á sínum tíma hjá honum í þjálfun. Vinkonan er módel rosa skutla og Raoul var eitthvað að gera hosur sínar grænar fyrir stelpunni. Hún var nú eitthvað orðin heit fyrir drengnum og lagði sig alla fram í æfingarnar.
Eitt sinn var Raoul að láta stelpuna teygja á aftanverðum lærvöðva... hans aðferð var sú að láta hana liggja á bakinu og leggjast sjálfur ofan á hana með aðra löppina á öxl hans. Raoul, blóðheiti guttinn starði djúpt í augun á vinkonunni en þá vildi svo óheppilega til að við áreynsluna þá leysti hún vind...já...ég hef sjaldan heyrt jafn neyðarlega sögu. Eins og gefur að skilja varð aldrei neitt úr þessu sambandi...Hvað er meira sexy en prumpandi módel!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home