fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Hrósið í dag fær litla rúsínubollan Magnús Nói! Þrátt fyrir að vera með 40 stiga hita og lungnabólgu fær hann frænku sína samt til að hlæja. Krakkakrúttið skreið upp í rúmið mitt til að kúra... og leysti þá líka svona kröftulega vind!Húmorinn breytist ekki hvort sem maður er sex ára rúsínubolla eða 24 ára laganemi. Prumpuhúmor er alltaf jafn fyndinn!

Annað kveld ætlum við skytturnar þrjár auk Hildu lagaskvísu að hittast heima hjá Alfa-Beta til að elda og sötra hvítvín. Geri ég fastlega ráð fyrir því að kveldið endi á skrifstofu okkar vinkvennanna Sorapollinum ( öðru nafni Hverfisbarinn). Enda er tíminn að renna út hvað klappstýruveðmálið varðar.

Fullt tungl og þrjár stelpur á útopnu... Beware you single guys! Vona bara að ljóshærða Ken-dúkkan á Sorapollinum láti mig í friði. Ég er að verða uppiskroppa með aðferðir til að komast undan.
Grenjaði úr hlátri í dag þegar ég áttaði mig á því að Ken er skráður á módel.is og lítur út fyrir að vera öfugri en allt þar sem hann stendur í ullarfrakka með leðurhanska.
Ken... gerðu eins og Lassie...farðu heim!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home