fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Kræst!
Vaknaði eftir ansi langa og erfiða nótt við það að einhver álfurinn sem býr í húsinu mínu var á leið til útlanda og taxinn var fyrir utan gluggann. Hvorugur aðila hafði nokkra hugmynd um merkingu orðsins tillitsemi... Hurðum skellt og kjaftað drykklanga stund meðan elskulega ég lá í Liverpool gallanum (merktum Owen) og velti því fyrir mér hvert álfurinn væri að fara.

Þar sem nætursvefninn var ansi stuttur ákvað ég nú að reyna að hressa mig við með sturtu og beyglu í morgunmatinn en áætlunin breyttist skyndilega þegar litið var útum gluggann. Hvenær mun ég að sætta mig við það að ég bý á Íslandi þar sem má gjarnan búast við snjóbyl í byrjun febrúar...anyone?
Já ég hafði semsagt takmarkaðri tíma en ég hélt í byrjun þarsem skilnaðarbarnið mitt (Honda Acura) er lágfóta og kemst ekki allar þessar ógöngur. Mér líður oftast eins og ég sé á snjóþotu þegar svona viðrar.

Ótrauð héldum við mæðgurnar(ég og Acura litla) samt áfram í átt að skólanum... stutt stopp á Fálkagötunni til að ná í munaðarleysingjann en í dag þurfti ég ekki að pikka Gullprinsessuna upp.
Ég er að verða eins og hún frænka mín áður en hún sagði af sér sem fóstran á munaðarleysingjahælinu....!
Ég er sem sagt komin í bullandi samkeppni við strætisvagna borgarinnar eftir að Subbi fótbrotnaði. Subbi er Subaru Justy-inn hans Palla Mikael sem er sprungið á. Það er meira svona tímabundið ástand að ég held.
Ég hef hinsvegar fengið titilinn mamma hennar guggu gullprinsessu í öðru veldi og fylgir því sú ábyrgð að koma stúlkukindinni úr og í skólann. Ansi skemmtileg byrjun á deginum:)

Hinsvegar kemur Palla og Guggu ekki vel saman þegar kemur að tónlistarvali í skilnaðarbarninu. Palli heimtar að sitja fram í svo að Gugga láti græjurnar vera og Gugga vill ekki sitja í blautu sætinu. Gugga vill hlusta á íslensku stöðina og helst Bo Halldórs ... en Palli vill vera á móti (eins og alltaf) og hlusta á geisladisk. Góður undirbúningur fyrir foreldrastarf framtíðarinnar að takast á við þessa tvo laganema! Samningarétturinn veitti mér allan þann kraft sem ég þarfnaðist til að sætta þetta yndislega deilumál í morgunsárið...
Á morgun næ ég í hvorugt þeirra nema þau geti sæst á að sitja bæði aftur í og með heftiplástur fyrir munninum. Stundum er betra að byrja daginn í einrúmi... klukkan er að ganga tvö og ég er sjoppulegri en andskotinn... já maður er nú ekkert bjútíkvín eftir svona morgun!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home