sunnudagur, mars 07, 2004

Dýrðardagur:)
Vaknaði við koss á ennið og knús frá kastalaeigandanum...Prinsessan kúrði eilítið lengur og hlustaði á regnið berja á bárujárninu fyrir utan. Skoppaði svo í Jane Fonda gervið mitt og beint á hlaupabrettið að brenna syndum helgarinnar. Missti mig í magaæfingum og uppsetum í hálftíma og fór svo beint í sturtu. Endorfínfíknin á hæsta stigi... lífið er alltaf svo yndislegt eftir að hafa farið í ræktina:)
Er núna uppi í skóla að lesa fyrir félagaréttarprófið sem er fimmtudaginn næstkomandi. Eftir nákvæmlega fjóra tíma á ég að mæta í matarboð til múttu sem að þessu sinni bíður upp á Hamborgarhrygg í tilefni af heimkomu bróðir hans pabba sem býr í stóra eplinu. Svo verður haldið beint í kastalann að kveðja bjútístykkið sem fer eldsnemma í fyrramálið á vit ævintýranna...
Hittingur er framundan næsta fimmtudagskveld hjá brunch-hópnum. Að þess sinni verður farið á Thorvaldsen og tekið forskot á sæluna sem bíður okkar daginn eftir, þá verður þetta líka snilldar-game í villunni hennar Önnu skvísu. Fyrir tjúttið verður kokteilboð hjá sýslumanninum á Keflavíkurvelli.
Anna skvísa ætlar að grilla kjúklingabringur fyrir stelpuna sína og Bjarki mun vera með kennslu í kjuðatækni. Bjórinn ískaldur mun flæða líkt og aurskriða í Alpafjöllum og hugsanlega munum við grípa í cocktail-bókina og hristarann:)
Stelpan mun heldur betur koma á óvart í villunni þar sem óvæntur gestur hefur boðað komu sína. Já...Ég luma heldur betur á leyndarmálum... mmmm nú get ég ekki beðið eftir föstudagskveldinu!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home