DRULLUSOKKUR 101
Hef velt því fyrir mér hvort karlmenn taki kúrsinn Drullusokkur 101 svona þegar hormónarnir fara að hoppa. Það er hreinlega allt of mikið af þessari tegund karla þarna úti á kjetmarkaðnum til þess að þetta geti verið tilviljun.
Ósjaldan hef ég huggað vinkonur mínar (eða þær mig) eftir hryllilega meðferð drullusokka sem hafa orðið á vegi okkar. Hjálpað þeim til við að kryfja innstu hugarkima karlmanns sem hefur líklega ekki nein rök fyrir af hverju hann hringdi ekki eða af hverju hann fór heim með annarri.
Veit ekki hvort þetta er arfur af víkingablóðinu sem rennur enn í æðum íslenskra karlmanna eða hvort þetta er einn af þessum blessuðu alheimsvandamálum. Hallast að víkingnum...hlédrægur og feiminn þartil á 28 bjór og rétt fyrir fimm að morgni þá er rifið í mann á dansgólfinu og stiginn trylltur dans sem líkist helst flogaveikiskasti. Eftir eitt lag er rifið aftur í hendina á manni og stúlkukindin dregin á barinn án þess að vita nánari deili á drengnum, sturtar hann meira í sig og býður manni drykk. Svo kemur spurningin...eigum við að koma?
Um helgina rak hinsvegar á fjörur mínar karlmaður sem grét sárt yfir því að kindin sem hann er að eltast við er sambandsfælin og assgoti köld. Fékk þetta atvik mig til að endurskoða þessa Drullusokka-kenningu....Hmmmm kvenmannsdrullusokkar eru þá til eftir öll tárin og brotnu hjörtun sem ávallt eru skrifuð á karlpeninginn...
Eftir að hafa litið í eigin barm (án rósrauðu gleraugnanna) komst ég að því að sjálf hef ég líklega tekið kúrsinn drullusokkur 101 og ef eitthvað er..líklega útskrifuð úr Drullusokkur 607. Maður á það til að gleyma þessum gaurum sem maður nennti ekki að svara þegar þeir hringdu eða voru ekki að alveg að ná skilaboðunum sem reynt var að senda út. Kannski ætti íslenska þjóðin eins og hún leggur sig að taka kúrs í tjáningu, til að fyrirbyggja að svona vesen endurtaki sig. Fara eftir ráði Helga Björns og vera maður sjálfur...segja það sem maður vill!
Þetta snýst allt um hið sama og þegar maður var fimm ára í nammibúðinni...maður vill alltaf það sem maður getur ekki fengið og það sem er í boði er ekki bitastætt. Leika bráðina þegar maður er í raun og veru veiðimaðurinn...er það ekki málið?
Hef velt því fyrir mér hvort karlmenn taki kúrsinn Drullusokkur 101 svona þegar hormónarnir fara að hoppa. Það er hreinlega allt of mikið af þessari tegund karla þarna úti á kjetmarkaðnum til þess að þetta geti verið tilviljun.
Ósjaldan hef ég huggað vinkonur mínar (eða þær mig) eftir hryllilega meðferð drullusokka sem hafa orðið á vegi okkar. Hjálpað þeim til við að kryfja innstu hugarkima karlmanns sem hefur líklega ekki nein rök fyrir af hverju hann hringdi ekki eða af hverju hann fór heim með annarri.
Veit ekki hvort þetta er arfur af víkingablóðinu sem rennur enn í æðum íslenskra karlmanna eða hvort þetta er einn af þessum blessuðu alheimsvandamálum. Hallast að víkingnum...hlédrægur og feiminn þartil á 28 bjór og rétt fyrir fimm að morgni þá er rifið í mann á dansgólfinu og stiginn trylltur dans sem líkist helst flogaveikiskasti. Eftir eitt lag er rifið aftur í hendina á manni og stúlkukindin dregin á barinn án þess að vita nánari deili á drengnum, sturtar hann meira í sig og býður manni drykk. Svo kemur spurningin...eigum við að koma?
Um helgina rak hinsvegar á fjörur mínar karlmaður sem grét sárt yfir því að kindin sem hann er að eltast við er sambandsfælin og assgoti köld. Fékk þetta atvik mig til að endurskoða þessa Drullusokka-kenningu....Hmmmm kvenmannsdrullusokkar eru þá til eftir öll tárin og brotnu hjörtun sem ávallt eru skrifuð á karlpeninginn...
Eftir að hafa litið í eigin barm (án rósrauðu gleraugnanna) komst ég að því að sjálf hef ég líklega tekið kúrsinn drullusokkur 101 og ef eitthvað er..líklega útskrifuð úr Drullusokkur 607. Maður á það til að gleyma þessum gaurum sem maður nennti ekki að svara þegar þeir hringdu eða voru ekki að alveg að ná skilaboðunum sem reynt var að senda út. Kannski ætti íslenska þjóðin eins og hún leggur sig að taka kúrs í tjáningu, til að fyrirbyggja að svona vesen endurtaki sig. Fara eftir ráði Helga Björns og vera maður sjálfur...segja það sem maður vill!
Þetta snýst allt um hið sama og þegar maður var fimm ára í nammibúðinni...maður vill alltaf það sem maður getur ekki fengið og það sem er í boði er ekki bitastætt. Leika bráðina þegar maður er í raun og veru veiðimaðurinn...er það ekki málið?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home