"That´s a nice lover´s CV you´ve got there, luv!"
Þessi orð hljómuðu úr munni Dennis vinar míns ekki alls fyrir löngu. Fékk mig til að hugsa til baka til þessara tveggja karlmanna sem hafa státað af titlinum TinTin´s boyfriend. Já það er satt hjá Dennis ég er ansi kröfuhörð, annar er verðandi geimfari/eðlisfræðingur og hinn er special agent/lögfræðingur.
Hins vegar veit Dennis minna um alla hina sem höfnuðu í ruslatunnunni eftir mislanga viðveru við hlið mína. Ég minni eflaust dálítið á stelpu með krítarkort pabbans í 17... máta fullt en finn svo eitthvað sem ég kaupi. Merkjavara en á endanum fer flíkin úr tísku og þá flögra ég burt og flíkin endar aftast í fataskápnum eða í ruslinu! Ætli ég muni einhvern tíma finna flík sem fer aldrei úr tísku... einhvern sem er klassískur en á sama tíma uppfyllir allar hinar kröfurnar?
Hmmm...því brá ég á það ráð að hafa uppi á þessum tveimur dáðadrengjum og spyrja þá hvernig kærasta ég hafi verið... Hvað mætti fara betur/verr og svo framvegis. Ótrúlegustu hlutir sem maður lærir um sjálfan sig með þessari nýstárlegu aðferð. Það kom til dæmis í ljós að ...
Ég er til staðar þegar kærastinn er veikur, held um ennið og kem með nýjan æludall.
Ég fer ósjaldan út í bakarí eldsnemma um helgar án þess að vekja gaurinn og kem svo með morgunmat í rúmið.
Ég held surprice afmælis-/grillpartý með öllum vinum hans.
Ég fæ frí í vinnunni fyrir hann og býð honum óvænt í helgarferð til London...frítt!
Ég kem með ískaldan bjór og meðlæti yfir leiknum um helgar.
Ég fylgist með enska boltanum.
Ég sé um allar afmælis-/jóla-/aðrar gjafir.
Ég kann að elda og baka...
Já ég gæti haldið endalaust áfram...en það voru líka slæmar hliðar:)
Ég er ekki hæf kvikmyndahúsum. Á það víst til að kalla upp hvað mér finnst að persónur eigi að taka til bragðs... Hlauptu kona, hlauptu!
Ég hlæ af klámmyndum...(kommon hver er í fíling í hvítum sportsokkum með moppu?)
Ég syng upphátt þegar ég hlusta á tónlist. (Getur komið sér illa á brettinu í ræktinni..."Æv gottjú beib!")
Ég hef lítinn sem engan skilning á eðlisfræðilegum vandamálum alheimsins.
Það var víst af nógu að taka í neikvæða flokkinum líka... en sumt bloggar maður víst ekki um! Verður að geta haldið haus:) Eitt er víst að þessi litla upplýsingaöflun hefur fengið mig til að endurskoða kærustuhlutverkið mitt...I might be picky but I´m worth it!
Þessi orð hljómuðu úr munni Dennis vinar míns ekki alls fyrir löngu. Fékk mig til að hugsa til baka til þessara tveggja karlmanna sem hafa státað af titlinum TinTin´s boyfriend. Já það er satt hjá Dennis ég er ansi kröfuhörð, annar er verðandi geimfari/eðlisfræðingur og hinn er special agent/lögfræðingur.
Hins vegar veit Dennis minna um alla hina sem höfnuðu í ruslatunnunni eftir mislanga viðveru við hlið mína. Ég minni eflaust dálítið á stelpu með krítarkort pabbans í 17... máta fullt en finn svo eitthvað sem ég kaupi. Merkjavara en á endanum fer flíkin úr tísku og þá flögra ég burt og flíkin endar aftast í fataskápnum eða í ruslinu! Ætli ég muni einhvern tíma finna flík sem fer aldrei úr tísku... einhvern sem er klassískur en á sama tíma uppfyllir allar hinar kröfurnar?
Hmmm...því brá ég á það ráð að hafa uppi á þessum tveimur dáðadrengjum og spyrja þá hvernig kærasta ég hafi verið... Hvað mætti fara betur/verr og svo framvegis. Ótrúlegustu hlutir sem maður lærir um sjálfan sig með þessari nýstárlegu aðferð. Það kom til dæmis í ljós að ...
Ég er til staðar þegar kærastinn er veikur, held um ennið og kem með nýjan æludall.
Ég fer ósjaldan út í bakarí eldsnemma um helgar án þess að vekja gaurinn og kem svo með morgunmat í rúmið.
Ég held surprice afmælis-/grillpartý með öllum vinum hans.
Ég fæ frí í vinnunni fyrir hann og býð honum óvænt í helgarferð til London...frítt!
Ég kem með ískaldan bjór og meðlæti yfir leiknum um helgar.
Ég fylgist með enska boltanum.
Ég sé um allar afmælis-/jóla-/aðrar gjafir.
Ég kann að elda og baka...
Já ég gæti haldið endalaust áfram...en það voru líka slæmar hliðar:)
Ég er ekki hæf kvikmyndahúsum. Á það víst til að kalla upp hvað mér finnst að persónur eigi að taka til bragðs... Hlauptu kona, hlauptu!
Ég hlæ af klámmyndum...(kommon hver er í fíling í hvítum sportsokkum með moppu?)
Ég syng upphátt þegar ég hlusta á tónlist. (Getur komið sér illa á brettinu í ræktinni..."Æv gottjú beib!")
Ég hef lítinn sem engan skilning á eðlisfræðilegum vandamálum alheimsins.
Það var víst af nógu að taka í neikvæða flokkinum líka... en sumt bloggar maður víst ekki um! Verður að geta haldið haus:) Eitt er víst að þessi litla upplýsingaöflun hefur fengið mig til að endurskoða kærustuhlutverkið mitt...I might be picky but I´m worth it!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home