þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Sjóveikin ógurlega...
Stelpuskottið brá sér í bíó síðasliðið sunnudagskveld á stórmyndina Bourne Supremacy með sykurpúðanum Matt Damon í aðalhlutverki. Ekki frásögu færandi nema þessi ódýra Hollywood-brellu-upptaka gerði það að verkum að mér leið heldur illa í sætinu mínu. Þetta er svona extreme DOGMA-upptaka...
Fyrir hlé var svosum eintóm gleði en þegar fór að síga á seinni hluta myndarinnar var ég (að sögn vitna) orðin heldur grágul í framan. Í lokasenunni gat ég bara ekki neitt litið á skjáinn heldur setti höfuðið niður og vonaði að nachosið og guli frostpinninn myndi ekki enda í hárinu á tjellingunni fyrir framan mig. Þvílík glymrandi hamingja að sjá nafn þýðandans í lokin og vita fyrir víst að þessum hrylling væri loksins lokið...riðaði öll er ég gekk út í bíl og var hálfbeygluð eitthvað það sem eftir var kveldsins.
Góð mynd en ég mæli með sjóveikispillum fyrir sýningu!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home