mánudagur, ágúst 09, 2004

TITTY TWISTER

Jæja þá fer þessu blessaða kreisí sumri að ljúka.
Föstudagurinn var tekinn í rólegheitum enda stúlkukindin á leið í gymmið laugardagsmorgun til að taka áskorun ónefnds karlmanns...frekar fáránlegt að vera kafmáluð og pósandi á brettinu þegar bjútístykkið gengur sveitt framhjá... ARGHHHH!
Ég fer að verða eins og beyglurnar úr Laugum mínus siliconið...sem bæ ðe vei er só jesterdei. Það er orðið svo jesterdei að aðalsílíkongellan Pamela Anderson er að minnka við sig. Nú er inn að vera flatbrjósta í engum haldara svo headlightsin njóti sín gegnum ofurlitla stuttermaboli...fancy?
Veit ekki alveg en samkvæmt áræðanlegum slúðurtímaritum er Victoria Beckham trendsetterinn að þessu sinni...nú ef einhver er spéhræddur er ávallt hægt að kaupa gervi-geirur og líma á sig. Hvað gerir maður ekki til að tolla í tízkunni?
Ég lýsi hérmeð eftir skoðunum fólks á þessu headlights-dæmi...á stelpan að fara í hvítan næfurþunnan stuttermabol að spóka sig í nærveru bjútístykkisins eða er þetta eitthvað sem nær ekki að festa sig í sessi hérlendis?
Tók smá testdrive um verslunarmannahelgina og fékk eiginlega of mikla athygli...endaði með að fara í tittíhólderinn eftir einungis kortér innan um karlpeninginn. Siggi...Rauður Opal og nipplur eiga EKKERT sameiginlegt!

Helgin fær einkunnarorðin djöfuls karlmenn enda kannski ekki við öðru að búast eftir að Naglinn, Hvebbinn,TinTin og krúið koma saman yfir White Russian.
Draugar fortíðar poppuðu upp á fleiri vígstöðvum en hjá mér...hefur titillinn fyrrverandi enga merkingu nú til dags?
Ég ætla að búa til svona júnit sem maður setur undir skinnið á fyrrverandi svo maður viti alltaf á hvaða tjúttstöðum titilberinn er og geti þar að leiðandi forðast leiðindin. Sniðug hugmynd...spurning hvort Persónuvernd yrði ekki snælduvitlaust yfir þessu uppátæki. Ég held samt að fleiri en ég myndu vilja allavega eitt stykki svolleis júnit...til dæmis Da King of Kopavogur!

Farin að hösstla...tsjá tsjá

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home