sunnudagur, september 12, 2004

And the drama-queen award goes to...



Það er sunnudagur og ég er enn að borga fyrir syndir mínar frá síðastliðnu föstudagskveldi. Byrjaði ásamt Örnu Björg um tvö leytið í pottinum í Sporthúsinu eftir æfingu. Notalegt að sitja í bikini með bjór að tjatta um hitt og þetta...gleymdum okkur í drykkjunni og allt í einu var klukkan orðin hálf fjögur og við áttum að mæta í kokteil klukkan fimm. Sett í fimmta gír þarsem átti eftir að versla fatnaðinn og alles. Skrölt í Smáralind í 20 mínútur og rokið heim í hárgreiðslu og förðun. Mætti 10 mínútum of seint í kokteilinn sem er bara svona nokkuð fashionably late...erðaggi?
Eftir kokteilinn var svo haldið í billiard með Palla sem var illa sáttur enda vorum við Arna Björg báðar í mini-pilsum. Ég vann Örnu 2-0 þarsem ég tek ekki gilt þetta með eightball-ið...æm ðe champi-jón!
Matur á Rosso með krúinu ásamt Gredcianni og bar þar helst á góma hin æðisgengni síngúll og einkaþjálfari með meiru. Úff púff...smá spurning...er samkeppni ávallt af hinu góða þegar kemur að hinu kyninu? Skiptir kannski ekki öllu þarsem ég sór þess eið að reyna ekki að næla í kappann sökum viðskiptasambands vinar míns við síngúlinn. Never mix business and pleasure virðist vera meginregla þessa daganna.
Dvergapabbinn Geiri hélt upp á afmæli sitt á Prikinu þetta sama kveld og var fjölmennt á efri hæð hússins. Snilldargeim sem endaði ekki eins og ég vildi en...that´s life!
Pravda-Vegamót-Hverfiz og aftur Hverfiz...Nettur stemmari í strákunum sem hurfu inn í nóttina á vit ævintýranna og stelpan var ein eftir. Þó ekki lengi þarsem kappi einn kemur til að gera hosur sínar grænar fyrir mér. Spyr mig að nafni og sweet-talk vélin fer á fullt skrið...hálftíma síðar eða svo kemur kona ein að mér, kynnir sig og heilsar. Segir mér að kappinn sé þetta líka gæðablóð, ljúfmenni og blíður með eindæmum. (hennar orð exactly) Ég brosi bara enda veit ég ekkert um guttann og þá kemur pönslænið...Já hann er alltaf að tala um þig Tinna! Nú svara ég...Gaurinn blánar og segir svo lágt NEI ÞAÐ ER GUÐRÚN...þetta er Tinna! Þess þarf vart að geta að þarmeð dó neistinn :)
Á tölti mínu niður Laugaveginn er ég dregin inn í sitjúasjón sem ég botna bara ekkert í. Kona á fertugsaldri sem ég hef bæðevei aldrei hitt trillar til mín og spyr hvort ég vilji nú ekki kíkja í teiti hjá honum Kristni Jónssyni. Ég afþakka pent...heldur gamall félagsskapur og klukkan að ganga sex að morgni. Þá verður tjellingin voða hrædd á svipinn og segir plís koddu upp ég þori ekki ein upp með honum...Kristinn kallinn búinn að tölta upp stigann heima og hurðin opin upp á gátt en höstlið ráfaði um í reiðileysi á gangstéttinni fyrir utan í von um að ná upp ókunnu fólki í partý. Já grey kallinn hann Kristinn sem nota bene hefur aldrei hitt mig, þarf örugglega að tékka á höstltækninni sinni...sem og reyndar aðrir líka :) (heheh já þetta er skot á þig)
Vaknaði eftir tveggja tíma svefn á laugardeginum með missed calls á símanum, öll í marblettum á handleggjunum og feitasta brunasárið á fingrinum. Svo virðist sem ég hafi verið að leika mér að eldinum í bókstaflegri merkingu og húðin á fingrinum sviðnaði upp svo efri hæð Vegamóta lyktaði. Smekkleg skvísan að vanda!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home