sunnudagur, september 05, 2004

Silkihansar í boltanum



Fór í bilaða brennslu ásamt Örnu Björg í hádeginu á föstudaginn. Sáum strákana í HR reyna að uppfylla drauma sína sem knattspyrnuhetjur með heldur misjöfnum árangri...nefni engin nöfn en hvað var málið með þennan í silkihönskunum???

Ættarsetur Guðríðar Láru var dvalarstaður okkar vinkvennanna föstudagsnóttina. Skólabækur, nammi, beyglur og bjór haft meðferðis til að auka á notalegheitin. Ótrúlegt en satt þá náðum við báðar að lesa assgoti mikið!

Komst bara ekki neitt í gymmið á laugardaginn útaf Fitness ráðstefnunni. Flutti erindi um hvers vegna ekki sé skarplegt að höstla í ræktinni við miklar undirtektir eins heldur þumbslegs karlmanns. Var alls ekki sátt við úrslitin í Ísland-Búlgaría en gullkálfurinn kom með eitt fallegt mark og fær feitt knús að launum.

Laugardagskveldið er óblogghæft...sorry en sumu verður maður að fá að halda fyrir sig. Hins vegar vil ég minna liðsmenn Núma á að skila inn ber-að-ofan mynd sem tekin var á lokahófinu :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home