STELPUSTUÐ
Ég hendist í sturtu og skrúbba á mér skrokkinn
Svo þurrka ég kroppinn og blæs mína lokka.
Í kvöld verður greiðslan mín slétt eða hrokkin,
Og að sjálfsögðu verð ég mín augnhár að plokka.
Að hárgreiðslu lokinni mun ég mig mála.
Með kringlóttan spegil og bjútíkassa.
Samt verð ég að passa mig að byrja ekki að skála,
Fyrr en andlitsins útlínur búin er að krassa.
Hvort tveggja er klárt bæði hárið og fésið.
Ferlega heppnaðist förðunin smart.
Í spádóm kvöldsins sést skrifað og lesið,
Að útlit fyrir veiðar sé sérdeilis bjart.
Ég horfi í spegill og læt mig dreyma,
Um dásemdar drengi sem vilja um mig keppa.
Í þönkunum tekst mér þó næstum að gleyma,
Að klæða minn líkama í laðandi leppa.
Ég undirföt á handa háttsettum jullum,
Frá ljósu í kolsvart, gult, rautt og blátt.
Brjóstahöld fyllt með hlaupkenndum pullum.
Gera það stórt sem eitt sinn var smátt.
Því næst er komið að klæðanna vali,
Pils eða buxur? Hvort á ég að velja?
Minn flegni toppur er typpasmali.
Sem tælir svo marga að ég næ ekki að telja.
Að lokum er málið að velja á sig skóna,
Sléttir botnar eða háir hælar.
Í kvöld er mér ætlað á toppnum að tróna.
ég vel mér því hæla, annað væru stælar.
Ég hendist í partý með lúkkið á hreinu,
Það horfa allir á mig er geng ég þar inn.
Ég skil samt ekki af hverju, botna ekki í neinu,
Annaðhvort er ég of slöpp eða stinn.
Ég fer svo að drekka, en varlega byrja.
Bruna yfir strikið og verð að því fljót,
er líður á nóttina fer ég að spyrja,
alla að því hvort ég sé feit eða ljót.
Í gleðskapnum gleðst ég allt of mikið.
Með blaðri ég reyni við sérhvern mann.
Ég spurði samt allt of mikið um spikið,
Svo draumaprinsinn sér aðra fann.
Með jaskaða förðun, hælsæri og tremma,
Í tómu rugli, syndandi í saurnum.
Án þess að muna neitt, vakna ég snemma,
Nakin við hliðina á ljótasta gaurnum.
Þetta var sagan af djammandi snót,
Sem dísæt og heillandi hélt út að dansa.
Hún var fyrst sem eldur, á endanum sót,
og minnti á demant sem hættir að glansa.
Höf. S. Hólm.
....kokteill á eftir...hugsa að ég verði bara á bíl!
Ég hendist í sturtu og skrúbba á mér skrokkinn
Svo þurrka ég kroppinn og blæs mína lokka.
Í kvöld verður greiðslan mín slétt eða hrokkin,
Og að sjálfsögðu verð ég mín augnhár að plokka.
Að hárgreiðslu lokinni mun ég mig mála.
Með kringlóttan spegil og bjútíkassa.
Samt verð ég að passa mig að byrja ekki að skála,
Fyrr en andlitsins útlínur búin er að krassa.
Hvort tveggja er klárt bæði hárið og fésið.
Ferlega heppnaðist förðunin smart.
Í spádóm kvöldsins sést skrifað og lesið,
Að útlit fyrir veiðar sé sérdeilis bjart.
Ég horfi í spegill og læt mig dreyma,
Um dásemdar drengi sem vilja um mig keppa.
Í þönkunum tekst mér þó næstum að gleyma,
Að klæða minn líkama í laðandi leppa.
Ég undirföt á handa háttsettum jullum,
Frá ljósu í kolsvart, gult, rautt og blátt.
Brjóstahöld fyllt með hlaupkenndum pullum.
Gera það stórt sem eitt sinn var smátt.
Því næst er komið að klæðanna vali,
Pils eða buxur? Hvort á ég að velja?
Minn flegni toppur er typpasmali.
Sem tælir svo marga að ég næ ekki að telja.
Að lokum er málið að velja á sig skóna,
Sléttir botnar eða háir hælar.
Í kvöld er mér ætlað á toppnum að tróna.
ég vel mér því hæla, annað væru stælar.
Ég hendist í partý með lúkkið á hreinu,
Það horfa allir á mig er geng ég þar inn.
Ég skil samt ekki af hverju, botna ekki í neinu,
Annaðhvort er ég of slöpp eða stinn.
Ég fer svo að drekka, en varlega byrja.
Bruna yfir strikið og verð að því fljót,
er líður á nóttina fer ég að spyrja,
alla að því hvort ég sé feit eða ljót.
Í gleðskapnum gleðst ég allt of mikið.
Með blaðri ég reyni við sérhvern mann.
Ég spurði samt allt of mikið um spikið,
Svo draumaprinsinn sér aðra fann.
Með jaskaða förðun, hælsæri og tremma,
Í tómu rugli, syndandi í saurnum.
Án þess að muna neitt, vakna ég snemma,
Nakin við hliðina á ljótasta gaurnum.
Þetta var sagan af djammandi snót,
Sem dísæt og heillandi hélt út að dansa.
Hún var fyrst sem eldur, á endanum sót,
og minnti á demant sem hættir að glansa.
Höf. S. Hólm.
....kokteill á eftir...hugsa að ég verði bara á bíl!
1 Comments:
snilld!
kv. Inga Lilja (svönuvinkona)
Skrifa ummæli
<< Home