sunnudagur, október 17, 2004

Tragic spinster tinster...

Jæja þá er helgin að baki. Fór í afmæli á Pravda í gær hjá Írisi...svona Halloween dæmi og skylda að mæta í búning. Lét nú ekki segja mér það tvisvar og dró fram minn forláta Tombraider galla. Dustaði af honum rykið og smellti mér í gírinn. Fór síðan heldur geist miðað við aldur og fyrri störf því ég er tognuð á vinstra hné eftir loftfimleika-atriði a la Lara Croft. Sénsarnir sem Lara blessunin fékk báru keim af skáktöffurum og tölvunörðum. Ein línan bar hinsvegar af...wow ég spila alla leikina þína Lara! ég svaraði til lukku og afhenti manninum krullujárn í boði hjálparsveita skáta.
Vel veitt í Pravda og ansi mikið stuð. Geiri HR mætti í snilldar sailorátfitti með heimatilbúið húðflúr. Síðast þegar sást til kappans var hann með tvær í takinu sem jörmuðu í takt Æ LOF A MAN IN A JÚNÍFORM!
Fór á Hvebbann en var fljót að færa mig um set yfir á Vegamót vegna blökkumannsins sem hefur tekið sér það hlutverk að fylgjast með stelpunni á tjúttinu og reporta til æðri yfirvalda...láttu mig vera, plís!
Haldiði að stelpan hafi ekki hitt ógó flottan gaur...en hef ákveðið að tala ekki um það að svo stöddu...vill ekki jinxa þetta...hef ekki farið á deit síðan á síðustu öld og gæti verið orðin heldur röstí. Úff...svo andaðist síminn minn rétt í þessu. Dó í höndunum á mér og hann að fara að hringja í mig ... spurning um að rölta yfir í Kringlu og fjárfesta í öðru mastóli...gengur ekki að láta tæknilega örðugleika koma í veg fyrir að stelpan syngi DO THE HUSTLE...dúddúrúdddú....

óver and át/ rízpekt

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home