Makes you think...
Afhverju er svona erfitt að deita?
Mér finnst stundum svo erfitt að deita. Maður veit aldrei hvar þessi lína er sem segir til um hversu alvarlegt deitiríið er, annaðhvort vill maður ekki fara yfir strikið af ótta við að hræða frá sér eða þá laða að sér. Nú er ég búin að vera að hitta einn guma þessa stórgóða föðurlands um stutt skeið. Það sem ég vil síst af öllu er að fara yfir strikið, ég veit samt ekki alveg út af hverju. Þetta er bara voða fínt einsog það er.
Í dag gerðist það að smokkarnir kláruðust og ákvað ég því að vera skemmtilegur deitpartner og kaupa fleiri. Hugsandi nútímakona. Glaðbeitt brokkaði ég af stað í apótekið. Á leið minni í smokkarekkann labbaði ég framhjá tannburstahillunni og staldraði við. Mikið væri nú fínt að eiga bara einn tannbursta heima hjá honum, hugsaði ég. Ég ákvað að kaupa auka tannbursta, hvað er einn tannbursti milli vina og vandaðra manna. Greip einn fagurbleikan, pínulítið ögrandi og mjög kynþokkafullan tannbursta svo gæjinn gleymi nú ekki fyrir hvað maður stendur.
Þar næst lá leið mín í smokkarekkann. Meðan ég renndi augunum yfir úrvalið, stilltu apótekarakonurnar sér upp í sjónlínu við mig og hafa án vafa farið í getraunaleikinn – er hún riffluð eða rennislétt-. Augun leituðu og leituðu en allt í einu fraus ég. Á einum smokkapakkanum var mynd af svakalega hamingjusömu pari sem lá saman undir sæng nýbúið að njóta unaðssemda smokkaheimsins, mér varð litið á tannburstann bleika...og svo byrjaði ég að panika. Ó mæ god! Hvað er ég að gera? Þetta er rosa skuldbinding, hann heldur örugglega að ég vilji flytja inn, shit! Tannburstinn er off, ég vil ekki sýna of mikið. Veldu bara smokka stelpa og komdu þér út.
En alltí einu var orðið skelfilega erfitt að velja smokka. Ef ég kaupi heilan pakka, 24 stykki, er það ekki full mikið. Það þýðir að ég ætlist til þess að við sofum saman 24 sinnum í viðbót, það er alltof mikil pressa. Það er líka hægt að fá þrjá í pakka, en þrír er of takmarkað, ég vil ekki gefa af mér þá ímynd að ég sé svona þriggja smokka stelpa, það er ekki gott, 12 er örugglega hæfilegt, voða casual, já, flott og hvað svo, rifflað eða rennislétt, gvöð hvað það er heitt hérna inni. Rifflað er aðeins of röff, þessir sléttu kalla á eitthvað hreint og beint, það er ekki gott, kannski er hann ekki tilbúinn til að ræða um hvert þetta er að stefna. Nei sko! Smokkar með bragði, nei róa sig róa sig, það er of lauslátt, bragðefni off, eru hvergi til hálfrifflaðir, eða með vanillubragði, vanilla er alltaf hlutlaus. Ég var komin neðst í rekkann, smokka úrvalið tæmdist og við tóku óléttuprófin í neðri hillunum. Hólí mólí þetta er án vafa sú alversta apótekaferð sem ég hef farið í. Og hvað er málið með uppstillinguna, væri ég hér til að kaupa óléttupróf myndi mér ekki finnast það fyndið að hafa þau í sama rekka og smokkana, röbb itt inn. Ókei, 12 stykki, rifflaðir, enginn tannbursti, þykist ekki taka eftir óléttuprófum, allt klárt.
Seinna um kvöldið mætti ég heim til kauða með kúkinn í buxunum af stressi yfir smokkapakkanum. Vá hvað ég er fegin að hafa ekki keypt tannburstann. Eftir smá spjall og pínu kel var komið að því að kynna glaðninginn sem keyptur hafði verið í paniki og svitakófi fyrr um daginn. Ég dró smokkapakkann uppúr töskunni alveg eldrauð í framan og bjóst við því að hjartað í mér myndi brjóta sér leið út á gólf hvað á hverju. – Ég keypti smokka í dag – stundi ég uppúr mér og herbergið fór að snúast. – En fyndið!- gargaði hann – Ég keypti líka!- svo hljóp hann hlæjandi í jakkann og kom með smokkapakkann til baka. 36 stykki, rennisléttir með hamingjusama parinu í smokkafaðmlögunum framaná. Ó mæ hólí, hugsaði ég. – Svo datt mér í hug hvort þú vildir ekki eiga tannbursta hérna- sagði hann voða sætur og rétti mér rauðan tannbursta. – Heeheemm já takk – stundi ég uppúr mér, ég horfði á tannburstann og alla 48 smokkana sem við áttum í fórum okkar, það þyrmdi yfir mig köfnunartilfinningu, svo sagði ég – veistu? Ég held að við séum að fara aðeins of hratt í þetta allt saman. Eigum við ekki bara að taka okkur smá pásu? –
Já þessi deit leikur... það er svo auðvelt að tapa.
Jóhanna
(tekid af ordlaus.mis.is)
Afhverju er svona erfitt að deita?
Mér finnst stundum svo erfitt að deita. Maður veit aldrei hvar þessi lína er sem segir til um hversu alvarlegt deitiríið er, annaðhvort vill maður ekki fara yfir strikið af ótta við að hræða frá sér eða þá laða að sér. Nú er ég búin að vera að hitta einn guma þessa stórgóða föðurlands um stutt skeið. Það sem ég vil síst af öllu er að fara yfir strikið, ég veit samt ekki alveg út af hverju. Þetta er bara voða fínt einsog það er.
Í dag gerðist það að smokkarnir kláruðust og ákvað ég því að vera skemmtilegur deitpartner og kaupa fleiri. Hugsandi nútímakona. Glaðbeitt brokkaði ég af stað í apótekið. Á leið minni í smokkarekkann labbaði ég framhjá tannburstahillunni og staldraði við. Mikið væri nú fínt að eiga bara einn tannbursta heima hjá honum, hugsaði ég. Ég ákvað að kaupa auka tannbursta, hvað er einn tannbursti milli vina og vandaðra manna. Greip einn fagurbleikan, pínulítið ögrandi og mjög kynþokkafullan tannbursta svo gæjinn gleymi nú ekki fyrir hvað maður stendur.
Þar næst lá leið mín í smokkarekkann. Meðan ég renndi augunum yfir úrvalið, stilltu apótekarakonurnar sér upp í sjónlínu við mig og hafa án vafa farið í getraunaleikinn – er hún riffluð eða rennislétt-. Augun leituðu og leituðu en allt í einu fraus ég. Á einum smokkapakkanum var mynd af svakalega hamingjusömu pari sem lá saman undir sæng nýbúið að njóta unaðssemda smokkaheimsins, mér varð litið á tannburstann bleika...og svo byrjaði ég að panika. Ó mæ god! Hvað er ég að gera? Þetta er rosa skuldbinding, hann heldur örugglega að ég vilji flytja inn, shit! Tannburstinn er off, ég vil ekki sýna of mikið. Veldu bara smokka stelpa og komdu þér út.
En alltí einu var orðið skelfilega erfitt að velja smokka. Ef ég kaupi heilan pakka, 24 stykki, er það ekki full mikið. Það þýðir að ég ætlist til þess að við sofum saman 24 sinnum í viðbót, það er alltof mikil pressa. Það er líka hægt að fá þrjá í pakka, en þrír er of takmarkað, ég vil ekki gefa af mér þá ímynd að ég sé svona þriggja smokka stelpa, það er ekki gott, 12 er örugglega hæfilegt, voða casual, já, flott og hvað svo, rifflað eða rennislétt, gvöð hvað það er heitt hérna inni. Rifflað er aðeins of röff, þessir sléttu kalla á eitthvað hreint og beint, það er ekki gott, kannski er hann ekki tilbúinn til að ræða um hvert þetta er að stefna. Nei sko! Smokkar með bragði, nei róa sig róa sig, það er of lauslátt, bragðefni off, eru hvergi til hálfrifflaðir, eða með vanillubragði, vanilla er alltaf hlutlaus. Ég var komin neðst í rekkann, smokka úrvalið tæmdist og við tóku óléttuprófin í neðri hillunum. Hólí mólí þetta er án vafa sú alversta apótekaferð sem ég hef farið í. Og hvað er málið með uppstillinguna, væri ég hér til að kaupa óléttupróf myndi mér ekki finnast það fyndið að hafa þau í sama rekka og smokkana, röbb itt inn. Ókei, 12 stykki, rifflaðir, enginn tannbursti, þykist ekki taka eftir óléttuprófum, allt klárt.
Seinna um kvöldið mætti ég heim til kauða með kúkinn í buxunum af stressi yfir smokkapakkanum. Vá hvað ég er fegin að hafa ekki keypt tannburstann. Eftir smá spjall og pínu kel var komið að því að kynna glaðninginn sem keyptur hafði verið í paniki og svitakófi fyrr um daginn. Ég dró smokkapakkann uppúr töskunni alveg eldrauð í framan og bjóst við því að hjartað í mér myndi brjóta sér leið út á gólf hvað á hverju. – Ég keypti smokka í dag – stundi ég uppúr mér og herbergið fór að snúast. – En fyndið!- gargaði hann – Ég keypti líka!- svo hljóp hann hlæjandi í jakkann og kom með smokkapakkann til baka. 36 stykki, rennisléttir með hamingjusama parinu í smokkafaðmlögunum framaná. Ó mæ hólí, hugsaði ég. – Svo datt mér í hug hvort þú vildir ekki eiga tannbursta hérna- sagði hann voða sætur og rétti mér rauðan tannbursta. – Heeheemm já takk – stundi ég uppúr mér, ég horfði á tannburstann og alla 48 smokkana sem við áttum í fórum okkar, það þyrmdi yfir mig köfnunartilfinningu, svo sagði ég – veistu? Ég held að við séum að fara aðeins of hratt í þetta allt saman. Eigum við ekki bara að taka okkur smá pásu? –
Já þessi deit leikur... það er svo auðvelt að tapa.
Jóhanna
(tekid af ordlaus.mis.is)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home