Samskipti kynjanna
Mér finnst að við stelpurnar þyrftum að átta okkur á einu varðandi karlmenn og kynlíf.
Samskipti kynjanna. Strákur hittir stelpu, stelpa hittir strák. Eftir að þetta gerist fer mjög mismunandi ferli af stað eftir því hvort kynið er litið á.
Stelpur- yfirleitt er það svo að stelpur spotta gæja, og hann er undir eftirliti í einhvern tíma. Það er fylgst með því hvern hann þekkir, hvernig hann er á djamminu, grafist fyrir um fyrrverandi hjásvæfur, klæðnaður, staða í lífinu og svo mætti lengi, lengi telja. Því miður fyrir ykkur kæru menn þá er það ekki reyndin að þið náið stelpu heim við fyrstu kynni, hún veit meira um ykkur en ykkur gæti nokkurn tímann órað fyrir. Öll þessi upplýsingasöfnun stefnir að því að dæma gæjann hæfan til ríðinga eða ekki. Í sumum tilfellum er gæjinn einungis dæmdur hæfur fyrir einnar eða nokkurra nætur gaman en í öðrum er hann dæmdur hæfur til hjónabands.
Strákar- Þeir sjá sætan rass og þrýstin brjóst. Því ekki að slá til. Í þeirra augum eru flestar stelpur hæfar til ríðinga óháð ytri kringumstæðum. Ef þeir eru svo heppnir að hitta á stelpu sem er ekkert svo vitlaus né leiðinleg þá getur bara vel verið að þeir ríði henni aftur. Svo leiðir tíminn restina í ljós.
Málið er að þegar lítur að samkiptum kynjanna getum við stelpurnar verið óttalegir kjánar. Fram að þeim tíma sem að fyrstu mök eiga sér stað þá höfum við öll völdin. Það erum við sem segjum já eða nei, og yfirleitt er það svo að þegar kemur að heilagri ríðingu er það löngu planað af okkur. Strákarnir elta bara einsog hundar og neyðast til þess að sætta sig við það að fá engu um þetta ráðið. Strákar vilja kynlíf. Við viljum meira. Við erum nebbilega ægilega vitlausar að halda það að kynlíf stjórni einhverju um það hvort að gæjinn vilji okkur eða ekki. Hann vill kynlífið...og þegar það er komið í höfn, færast öll völd yfir til hans. Þá förum við að bíða eftir símtölum og ægilegar vangaveltur fara af stað um hvað það er sem þeir vilja frá okkur, af hverju svona af hverju hinssegin jarí jarí jarí. Meðan situr gæjinn heima og er bara mjög afslappaður yfir þessu öllu saman nýriðinn og sáttur við tilveruna.
Kynlíf er bara kynlíf. Annaðhvort líst gæjanum á þig eða ekki. Svo einfalt er það. Það að hafa sofið hjá stráknum sem þú ert búin að spotta, þýðir það engan veginn að hann sé þinn á neinn hátt. Það er bara rangur misskilningur. Ég á mjög marga karlkyns vini sem eiga “vinkonur” sem þeir hafa eitt sinn sofið hjá og eiga til að gera enn öðru hvoru þegar neyðin er stærst. Svo þegar ég tala við þessar svokölluðu vinkonur þeirra, þá er allt önnur eggjahræra á pönnunni hjá þeim. Hvað eru þær að gera? Þær eru að bíða....Eftir hverju? Jú að gæjinn verði þeirra og að operation vísitölufjölskylda geti hafist.
Þetta er svo stúpid, því þetta er svo einfalt en þetta er gert svo flókið.
Karlmenn halda áfram að vera í sambandi svo lengi sem kynlífið er til staðar. Það kemur hrifningu lítið sem ekkert við. Svo er það auðvitað okkar að dæma hvort við viljum meira en það. Ef kynlífið er gott og við viljum ekki alveg fleygja því frá okkur, segjum við ekki neitt. En þegar kemur að því að okkur er farið að leiðast þófið, er nóg að setja smá sambandspressu til að komast að því raun hvað það er sem gaurinn er að leitast eftir.
Þegar kemur að samskiptum kynjanna, skiptir ekkert af ofangreindu máli. Annaðhvort er hrifningin til staðar eða ekki. Þá skiptir ekki máli hvort hann hringir eða hvenær hann hringir, eða hversu oft þú hringir, eða hvað þú segir eða gerir, hvort þú sefur hjá á fyrsta deiti eða því tíunda. Ef að hrifningin er til staðar þá er það alveg augljóst.
Það þýðir ekkert að spyrja karlmann hvað það er sem hann vill fá frá þér, hann vill kynlífið...hann segir þér það ekki....heldur segir þér það sem tryggir honum kynlífið áfram. Þá er staðan búin að snúast við og við erum farnar að elta einsog hundar.
Kynferðisleg löngun og hrifning er tvennt ólíkt, nema hvað að kvennþjóðin á það til að rugla þessu tvennu saman og úr verður sálarflækja. Og á meðan við reynum að komast til botns í þessum flækjum og vega öll smáatriði samskiptanna sem hafa átt sér stað hingað til, sitja þessar elskur sallarólegar og horfa á boltann, vitandi það að svo lengi sem kynlífið er til staðar eru þeir í góðum málum.
Karlmenn eru það einfaldir í hugsun að það er næstum ómögulegt fyrir kvennpeninginn að skilja þá. Við getum varla snúið okkur í hring án þess að það liggi eitthvað á “bak við það”, meðan karlmenn bara snúa sér í hring og hafa gaman af.
Svo vil ég biðja ykkur rosa fallega um að misskilja mig ekki og túlka það þannig að ég vilji meina að karlmenn séu fífl og konur lofthausar. Við erum bara ólík en öll jafn yndisleg. Sætta sig við það, og hætta þessu kjaftæði.
Mér finnst að við stelpurnar þyrftum að átta okkur á einu varðandi karlmenn og kynlíf.
Samskipti kynjanna. Strákur hittir stelpu, stelpa hittir strák. Eftir að þetta gerist fer mjög mismunandi ferli af stað eftir því hvort kynið er litið á.
Stelpur- yfirleitt er það svo að stelpur spotta gæja, og hann er undir eftirliti í einhvern tíma. Það er fylgst með því hvern hann þekkir, hvernig hann er á djamminu, grafist fyrir um fyrrverandi hjásvæfur, klæðnaður, staða í lífinu og svo mætti lengi, lengi telja. Því miður fyrir ykkur kæru menn þá er það ekki reyndin að þið náið stelpu heim við fyrstu kynni, hún veit meira um ykkur en ykkur gæti nokkurn tímann órað fyrir. Öll þessi upplýsingasöfnun stefnir að því að dæma gæjann hæfan til ríðinga eða ekki. Í sumum tilfellum er gæjinn einungis dæmdur hæfur fyrir einnar eða nokkurra nætur gaman en í öðrum er hann dæmdur hæfur til hjónabands.
Strákar- Þeir sjá sætan rass og þrýstin brjóst. Því ekki að slá til. Í þeirra augum eru flestar stelpur hæfar til ríðinga óháð ytri kringumstæðum. Ef þeir eru svo heppnir að hitta á stelpu sem er ekkert svo vitlaus né leiðinleg þá getur bara vel verið að þeir ríði henni aftur. Svo leiðir tíminn restina í ljós.
Málið er að þegar lítur að samkiptum kynjanna getum við stelpurnar verið óttalegir kjánar. Fram að þeim tíma sem að fyrstu mök eiga sér stað þá höfum við öll völdin. Það erum við sem segjum já eða nei, og yfirleitt er það svo að þegar kemur að heilagri ríðingu er það löngu planað af okkur. Strákarnir elta bara einsog hundar og neyðast til þess að sætta sig við það að fá engu um þetta ráðið. Strákar vilja kynlíf. Við viljum meira. Við erum nebbilega ægilega vitlausar að halda það að kynlíf stjórni einhverju um það hvort að gæjinn vilji okkur eða ekki. Hann vill kynlífið...og þegar það er komið í höfn, færast öll völd yfir til hans. Þá förum við að bíða eftir símtölum og ægilegar vangaveltur fara af stað um hvað það er sem þeir vilja frá okkur, af hverju svona af hverju hinssegin jarí jarí jarí. Meðan situr gæjinn heima og er bara mjög afslappaður yfir þessu öllu saman nýriðinn og sáttur við tilveruna.
Kynlíf er bara kynlíf. Annaðhvort líst gæjanum á þig eða ekki. Svo einfalt er það. Það að hafa sofið hjá stráknum sem þú ert búin að spotta, þýðir það engan veginn að hann sé þinn á neinn hátt. Það er bara rangur misskilningur. Ég á mjög marga karlkyns vini sem eiga “vinkonur” sem þeir hafa eitt sinn sofið hjá og eiga til að gera enn öðru hvoru þegar neyðin er stærst. Svo þegar ég tala við þessar svokölluðu vinkonur þeirra, þá er allt önnur eggjahræra á pönnunni hjá þeim. Hvað eru þær að gera? Þær eru að bíða....Eftir hverju? Jú að gæjinn verði þeirra og að operation vísitölufjölskylda geti hafist.
Þetta er svo stúpid, því þetta er svo einfalt en þetta er gert svo flókið.
Karlmenn halda áfram að vera í sambandi svo lengi sem kynlífið er til staðar. Það kemur hrifningu lítið sem ekkert við. Svo er það auðvitað okkar að dæma hvort við viljum meira en það. Ef kynlífið er gott og við viljum ekki alveg fleygja því frá okkur, segjum við ekki neitt. En þegar kemur að því að okkur er farið að leiðast þófið, er nóg að setja smá sambandspressu til að komast að því raun hvað það er sem gaurinn er að leitast eftir.
Þegar kemur að samskiptum kynjanna, skiptir ekkert af ofangreindu máli. Annaðhvort er hrifningin til staðar eða ekki. Þá skiptir ekki máli hvort hann hringir eða hvenær hann hringir, eða hversu oft þú hringir, eða hvað þú segir eða gerir, hvort þú sefur hjá á fyrsta deiti eða því tíunda. Ef að hrifningin er til staðar þá er það alveg augljóst.
Það þýðir ekkert að spyrja karlmann hvað það er sem hann vill fá frá þér, hann vill kynlífið...hann segir þér það ekki....heldur segir þér það sem tryggir honum kynlífið áfram. Þá er staðan búin að snúast við og við erum farnar að elta einsog hundar.
Kynferðisleg löngun og hrifning er tvennt ólíkt, nema hvað að kvennþjóðin á það til að rugla þessu tvennu saman og úr verður sálarflækja. Og á meðan við reynum að komast til botns í þessum flækjum og vega öll smáatriði samskiptanna sem hafa átt sér stað hingað til, sitja þessar elskur sallarólegar og horfa á boltann, vitandi það að svo lengi sem kynlífið er til staðar eru þeir í góðum málum.
Karlmenn eru það einfaldir í hugsun að það er næstum ómögulegt fyrir kvennpeninginn að skilja þá. Við getum varla snúið okkur í hring án þess að það liggi eitthvað á “bak við það”, meðan karlmenn bara snúa sér í hring og hafa gaman af.
Svo vil ég biðja ykkur rosa fallega um að misskilja mig ekki og túlka það þannig að ég vilji meina að karlmenn séu fífl og konur lofthausar. Við erum bara ólík en öll jafn yndisleg. Sætta sig við það, og hætta þessu kjaftæði.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home