Beauty is pain..but no pain no gain!
Ótrúlegt hversu mikill undirbúningur getur verið fyrir tjútt hjá okkur stelpum þegar mikið er í vændum. Þá förum við á stúfana og gerum okkur algjörlega ómótstæðilegar með hinum ýmsu bjútítrixum. Brúnkumeðferðir eða ljósatímar, neglur steyptar, augabrúnir plokkaðar og litaðar, hárlitun og klipping ásamt háreyðingu á hinum ýmsu stöðum hvort sem það er með brazilian eða rakstri.
Vitandi hvað var í vændum á laugardagskveldinu tókum við okkur saman fraukurnar og settum í fimmta gír í bjútítrítmentum. Ég rumskaði á föstudagskveldinu eftir fegurðarblund og er heldur sljó. Tölti inn á bað og tek til við að sverta á mér hárið. Fer í bol með spaghetti hlýrum og byrja að blanda litinn. Síðan maka ég litnum í strýið og skelli því svo aftur á bak enn hálfsofandi. Þegar systir mín kemur inn ýtir hún mér að speglinum...Þarna stóð ég hálfnakin í svörtum hlýrabol, með svartan lit niður á enni og yfir kinnarnar svo minnti um margt á Elvis hárgreiðslu með börtum og öllu.
Arna snýr mér við og bakið, hálsinn og bringan er allt kolbikasvart líkt og á litla svarta Sambó hér um árið. Akkúrat þá vaknaði ég að fullu...vitandi að ég var á leið á stefnumót daginn eftir gripum við til örþrifaráða og byrjuðum að berjast við svarta litinn. Gripum klórbrúsa undan baðherbergisvaskinum og nudduðum leðrið sem olli því að húðin tók á sig fánalitina. Þegar lyktin inni á litla baðherberginu var líkt og í klórverksmiðju og húðin koxgrá, ákváðum við að reyna sígarettuösku-trixið. Nudduðum nú öskunni inn í grátt skinnið þartil það skipti yfir í rautt.Yndislega leið mér foxy þar sem ég stóð með svart strýið í allar áttir lyktandi af sígarettuösku og klór með húðlit líkt og Bónusgrísinn.
Þar sem enn voru 24 klukkustundir til stefnu var stelpan nú ekki af baki dottin og ákvað að bæta um betur í bjútídeildinni daginn eftir. Upphitun í Sporthúsinu fyrir dinnerpartýið mikla hófst á ljósatíma og svo var legið í heita pottinum með bjór og fínerí. Nokkrum bjórdollum síðar var drattast úr bikini og hafist handa við að maka á sig brúnkufroðum og slétta hið svarta strý. Sandran mætti eilítið seint og kemur askvaðandi inn til að sjá okkur skvísurnar nokkuð vel í því helkrumpaðar eftir pottinn og skærbleikar eftir ljósin.
Á leið okkar til drengjanna var Dísubíll bensínlaus svo hún skokkaði af stað út í næturhúmið í pilsi, hælum og með rauðan bensínbrúsa. Eitthvað fannst okkur hún ofurprofessional í þessu fraukan, og giskuðum á að þetta væri nú líklega ekki í fyrsta sinn sem slíkt kæmi fyrir. Komumst loks á leiðarenda, angandi af stækju samblandaðri af svita eftir hlaupin hennar Dísu, bensíni og Burberry´s ilm sem var óspart notaður í bílnum á leiðinni.
Félagsskapur okkar skvísulísa þetta kvöld samanstóð af tveim hrekkjalómum sem létu tækifærin ekki fram hjá sér fara þegar þau gáfust. Ein okkar lenti heldur verr í því er hún brá sér á skálina en gleymdi gemsanum við hlið annars prakkarans. Um leið og klósetthurðin lokaðist reif hann um gemsann og sendi á fullt af köppum skilaboðin ÉG ER NÆRBUXNALAUS!!!
Það þarf vart að taka það fram að hún hafði vart undan að afsaka hrekkinn og í gærkveldi var hún enn að fá sms frá einum fimmtugum hestamanni sem hefur án efa ekki verið sáttur við það að rétthafi númersins hafi verið óskráður. Þetta var hinsvegar ekki eini hrekkurinn sem þeir kappar frömdu þennan daginn því að annar þeirra strengdi matarfilmu yfir klósettskálina svo hinn hraunaði á plastið af miklum krafti...
Eftir ótrúlega góðan forrétt, skot, aðalrétt, skot, eftirrétt og enn fleiri skot var stefnan tekin á næturlífið. Á leið niður í bæ minnti jeppinn óneitanlega á fuglabjarg enda 5 skvísur í glasi að tala hver ofan í aðra. Enduðum á Hverfiz við mikinn fögnuð karlanna sem biðu óþreyjufullir nærbuxnalausu sms-drottningarinnar. Hún var ekki sátt stúlkan og kom því til skila að þetta hefði nú ekki verið hennar skilaboð...skil samt ekki hvað hún var að væla skvísan þar sem gríðarlegar vinsældir hennar meðal karlpeningsins komu glögglega í ljós með prakkarastrikinu!
Fullt fullt af skotum, breezer og bjórum síðar stigum við skvísurnar trylltan dans undir laginu Drop it like it´s hot!... eða Fuck it like it´s hard eins og ein okkar söng með hárri raust. Hátindinum var hinsvegar náð þegar Patrick nokkur Bateman lét til sín taka með tilheyrandi töktum :) Þreyttar eftir einstaklega skemmtilegt kveld héldum við skvísurnar heim á leið...mismunandi heppnar þó því lyklavesen gerði vart við sig á stöku stað. Þrátt fyrir að gengi hafi brösulega við undirbúning kveldsins má með sanni segja að útkoman hafi verið betur en á horfðist...Fall er fararheill!
Ótrúlegt hversu mikill undirbúningur getur verið fyrir tjútt hjá okkur stelpum þegar mikið er í vændum. Þá förum við á stúfana og gerum okkur algjörlega ómótstæðilegar með hinum ýmsu bjútítrixum. Brúnkumeðferðir eða ljósatímar, neglur steyptar, augabrúnir plokkaðar og litaðar, hárlitun og klipping ásamt háreyðingu á hinum ýmsu stöðum hvort sem það er með brazilian eða rakstri.
Vitandi hvað var í vændum á laugardagskveldinu tókum við okkur saman fraukurnar og settum í fimmta gír í bjútítrítmentum. Ég rumskaði á föstudagskveldinu eftir fegurðarblund og er heldur sljó. Tölti inn á bað og tek til við að sverta á mér hárið. Fer í bol með spaghetti hlýrum og byrja að blanda litinn. Síðan maka ég litnum í strýið og skelli því svo aftur á bak enn hálfsofandi. Þegar systir mín kemur inn ýtir hún mér að speglinum...Þarna stóð ég hálfnakin í svörtum hlýrabol, með svartan lit niður á enni og yfir kinnarnar svo minnti um margt á Elvis hárgreiðslu með börtum og öllu.
Arna snýr mér við og bakið, hálsinn og bringan er allt kolbikasvart líkt og á litla svarta Sambó hér um árið. Akkúrat þá vaknaði ég að fullu...vitandi að ég var á leið á stefnumót daginn eftir gripum við til örþrifaráða og byrjuðum að berjast við svarta litinn. Gripum klórbrúsa undan baðherbergisvaskinum og nudduðum leðrið sem olli því að húðin tók á sig fánalitina. Þegar lyktin inni á litla baðherberginu var líkt og í klórverksmiðju og húðin koxgrá, ákváðum við að reyna sígarettuösku-trixið. Nudduðum nú öskunni inn í grátt skinnið þartil það skipti yfir í rautt.Yndislega leið mér foxy þar sem ég stóð með svart strýið í allar áttir lyktandi af sígarettuösku og klór með húðlit líkt og Bónusgrísinn.
Þar sem enn voru 24 klukkustundir til stefnu var stelpan nú ekki af baki dottin og ákvað að bæta um betur í bjútídeildinni daginn eftir. Upphitun í Sporthúsinu fyrir dinnerpartýið mikla hófst á ljósatíma og svo var legið í heita pottinum með bjór og fínerí. Nokkrum bjórdollum síðar var drattast úr bikini og hafist handa við að maka á sig brúnkufroðum og slétta hið svarta strý. Sandran mætti eilítið seint og kemur askvaðandi inn til að sjá okkur skvísurnar nokkuð vel í því helkrumpaðar eftir pottinn og skærbleikar eftir ljósin.
Á leið okkar til drengjanna var Dísubíll bensínlaus svo hún skokkaði af stað út í næturhúmið í pilsi, hælum og með rauðan bensínbrúsa. Eitthvað fannst okkur hún ofurprofessional í þessu fraukan, og giskuðum á að þetta væri nú líklega ekki í fyrsta sinn sem slíkt kæmi fyrir. Komumst loks á leiðarenda, angandi af stækju samblandaðri af svita eftir hlaupin hennar Dísu, bensíni og Burberry´s ilm sem var óspart notaður í bílnum á leiðinni.
Félagsskapur okkar skvísulísa þetta kvöld samanstóð af tveim hrekkjalómum sem létu tækifærin ekki fram hjá sér fara þegar þau gáfust. Ein okkar lenti heldur verr í því er hún brá sér á skálina en gleymdi gemsanum við hlið annars prakkarans. Um leið og klósetthurðin lokaðist reif hann um gemsann og sendi á fullt af köppum skilaboðin ÉG ER NÆRBUXNALAUS!!!
Það þarf vart að taka það fram að hún hafði vart undan að afsaka hrekkinn og í gærkveldi var hún enn að fá sms frá einum fimmtugum hestamanni sem hefur án efa ekki verið sáttur við það að rétthafi númersins hafi verið óskráður. Þetta var hinsvegar ekki eini hrekkurinn sem þeir kappar frömdu þennan daginn því að annar þeirra strengdi matarfilmu yfir klósettskálina svo hinn hraunaði á plastið af miklum krafti...
Eftir ótrúlega góðan forrétt, skot, aðalrétt, skot, eftirrétt og enn fleiri skot var stefnan tekin á næturlífið. Á leið niður í bæ minnti jeppinn óneitanlega á fuglabjarg enda 5 skvísur í glasi að tala hver ofan í aðra. Enduðum á Hverfiz við mikinn fögnuð karlanna sem biðu óþreyjufullir nærbuxnalausu sms-drottningarinnar. Hún var ekki sátt stúlkan og kom því til skila að þetta hefði nú ekki verið hennar skilaboð...skil samt ekki hvað hún var að væla skvísan þar sem gríðarlegar vinsældir hennar meðal karlpeningsins komu glögglega í ljós með prakkarastrikinu!
Fullt fullt af skotum, breezer og bjórum síðar stigum við skvísurnar trylltan dans undir laginu Drop it like it´s hot!... eða Fuck it like it´s hard eins og ein okkar söng með hárri raust. Hátindinum var hinsvegar náð þegar Patrick nokkur Bateman lét til sín taka með tilheyrandi töktum :) Þreyttar eftir einstaklega skemmtilegt kveld héldum við skvísurnar heim á leið...mismunandi heppnar þó því lyklavesen gerði vart við sig á stöku stað. Þrátt fyrir að gengi hafi brösulega við undirbúning kveldsins má með sanni segja að útkoman hafi verið betur en á horfðist...Fall er fararheill!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home