sunnudagur, janúar 30, 2005

NOTHING YOU CONFESS CAN MAKE ME LOVE YOU LESS...

Var að velta fyrir mér textanum í þessu annars ágætu endurútgáfu Girls Aloud á laginu I´ll stand by you.
Setningin sem greip mig var titillinn á færslunni og litli feiti hamsturinn í hjólinu inni í höfðinu á mér byrjaði að hreyfa sig...getur maður nokkurn tímann elskað skilyrðislaust?
Ef ég verð svo gríðarlega lukkuleg í framtíðinni að hitta riddarann á hvíta hestinum (please don´t have a comb-over...) og hamingjan blússandi með blóm í haga og látum...og riddarinn kemur heim eitt kveldið eilítið stúrinn líkt og í laginu. Þá get ég vel ímyndað mér nokkrar játningar sem yllu því að ást mín gæti dvínað all verulega ef ekki horfið með öllu.
Þær væru ófáar fraukurnar sem létu það til að mynda á sig fá ef riddarinn hefði, svo ég orði það smekklega, legið með öðrum riddara eða kvensu...gæti maður tekið kappann í fulla sátt???
Líklega gæti ég misst fiðrildin í mallakútnum ef hann gerðist syndugur á sama hátt og kaþólskir prestar eða fengi skyndilegan áhuga á mating habits of animals...nei takk!
Nú ef hann segist hafa séð sýnir líkt og fávitinn á Omega og ætli sér að stofna sértrúarsöfnuð...það færi nú svona nett í TinTin PirrPirr taugarnar. Veit ekki alveg heldur hvort ég gæti að fullu höndlað það að kappinn tæki upp kvenleg áhugamál eins og kirkjusöng, prjónasaum eða kökubakstur...naaah ekki alveg að gera sig í mínum huga. Ekki þar með sagt að ég gengi út frá riddaranum, en karlmennskustigin féllu án efa í gildi.
Eftir að hamsturinn feitlagni var orðinn lafmóður í hjólinu, ákvað ég að nú væri kominn tími til að enda þessa súrrealísku hugsun (come on...we all know there´s no such thing as a knight in shining armour! ) með lokaniðurstöðu...
TinTin hákarlabeita með meiru, getur ekki elskað skilyrðislaust!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home