miðvikudagur, janúar 19, 2005

Skápastelpur

Eyddi sunnudagskveldinu í félagsskap tveggja glaumgosa með meiru. Hrikalega góður matur, drykkur og svakaleg samtöl um allt milli himins og jarðar. Lærði meira að segja nýtt orð...orðið skápastelpa.
Samkvæmt fullyrðingum gleðipinnanna tveggja, falla í þennan flokk skvísur sem láta eins og þær séu hreinar meyjar og gríðalega virkar í kirkjustarfinu með öllum tepruháttum er því fylgir. Svo þegar sett er í gírinn ráðast þær út úr skápnum gjörsamlega að kafna úr greddu og grey drengurinn er klóraður til blóðs, bitinn og slitinn.
Þetta hefur verið tekið til umræðu í hópi okkar skvísulísanna á msn-fundi og var brugðið á það ráð að gera skoðanakönnun meðal fyrrum bólfélaga. Sú gleðifregn var að berast í hús að við erum allar með tölu blessunarlega lausar við að vera stimplaðar þessu hrikalega heiti og verður því fagnað með látum á laugardaginn næsta.
Hinsvegar er þetta gífurlega alvarlegt mál þegar stúlkukindur grípa til þess ráðs að þykjast vera kynkaldar með öllu til að sannfæra karlómyndina um að hún sé flekklaus. Elsku lesendur það er engin flekklaus í dag...þannig erða bara! Takið sem dæmi þetta glataða samtal sem allir eiga á fyrstu stigum sambands um fyrrverandi rekkjunauta. Í fyrsta lagi þá vill engin frauka heyra að nýi loverboy hafi sprengt í yfir 30 skvísur...hvað þá yfir 300 eins og sumir! Í öðru lagi vill enginn kappi heyra að skvísan hafi legið undir fjölmörgum og jafnvel þó þú segir þrír þá finnst honum það tveimur of mikið.
Svo er þetta mál með þessa blessaða tölur svo asnalegt. Lið sem er í sambandi verður hlutfallslega stöðugt með lægri tölur heldur en hinir sem eru dæmdir til að ganga á yfirborði jarðar aleinir. Ef við tökum þrjár stöllur mínar sem dæmi, allar 25 vetra fraukur helbólstraðar af þekkingu eftir háskólanám. Ein þeirra hefur sofið hjá 4 enda hefur hún verið meira og minna í samböndum síðan hún varð 16 ára. Önnur hefur sofið hjá 8 köppum og var fjórum bætt við eftir verslunarmannahelgi í Eyjum. Sú þriðja hefur verið á lausu allt sitt líf og hefur samtals sofið hjá 20 karlpungum...til að fara nánar út í tölfræði þriðju stúlkunnar þá varð hún virk á þessu sviði 16 ára gömul og hefur að meðaltali streðlað tvo karlpeninga á ári. Getiði nú hver þeirra verður dæmd þegar hún stynur upp fjölda leikfélaga? Hættið því að spyrja hver átti hann/hana á undan ykkur, það er ástæða fyrir því að þetta er þinn rekkjunautur núna...það þarf ekki alltaf að kryfja allt til mergjar.
Skápastelpurnar umtöluðu ættu að taka sig saman í andlitinu áður en þær missa af lestinni. Við búum í nútímanum þar sem stelpum er algjörlega leyfilegt/skylt að vera kynverur og komðefokkon hvern eru þið að reyna að blekkja? Ef ykkur langar hvort eð er í kappann ráðist til atlögu og látið það eftir ykkur...hin aðferðin er frekar hallærisleg. Látið hann vita af því hvað hann er að fara að kaupa áður en lengra er haldið...því hversu glatað yrði það ef kappinn er í raun kirkjurækinn trúboðagaur sem hrífst af flekklausri meynni. Hver er þá að kaupa köttinn í sekknum?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home