PANDA ON PROZAC
Fórum fraukurnar á tjútt á laugardaginn. Störtuðum kveldinu heima hjá Söndrunni með kampavín og förðunardömuna Unni sem töfraði fram okkar innstu fegurðardrauma. Ótrúlega fyndið að sjá okkur fullkomlega ómálaðar en samt í okkar fínasta pússi að skála. Þetta var nokkuð súrrealísk sjón og sjaldgæfari en hvítir hrafnar.
Að sjálfsögðu var helsta fundarefni kveldsins hitt kynið og allt sem því fylgir. Kom meðal annars til tals hvers vegna stellingin kennd við 69 sé svona feykilega vinsæl meðal karla...já við vorum allar sammála því að það væri margt annað á óskalistanum en að vera fastur með nebbann í görninni á kauða reynandi að halda rythm-a og balance.
Eins og okkur einum er lagið þá var undirbúningurinn heldur langur og helsta vandamálið að taskan sem var í stíl við átfittið rúmaði ekki allt emergency kit hinnar single frauku. Kittið samanstendur af hinum ýmsu vörum sem nútímakvensan gæti þurft að grípa til þegar eitthvað “stendur” til; tannkrem, tannbursti, make-up remover þurrkur (til að koma í veg fyrir “panda on prozac” lúkkið), verjur, maskari, gloss, púður, tyggjó, hálstöflur, peningaklemman, eldur, kredit kort, hárgel, hárspray, feluspennur, hárteygjur, ilmvatn, olía, auka sokkabuxur, hárbursti, gemsi, sólgleraugu, auka skartgripir, lyklar og lítill spegill. Endaði pabbastelpan með litla flugfreyjutösku á hjólum sem hún dró á eftir sér.
Eftir miklar umræður á Pravda um HR/Verzló útlitið á TinTin ásamt drykks í boði staðráðins nærbuxnaskelfirs, fór hersingin á Vegamót enda sætilíus kominn úr 2 vikna fríi. Sætur var geislandi ferskur og tanaður svo varla hægt annað en að knúsa litla hákarlinn sem var samþykktur af heilluðum fraukunum á staðnum.
Töltum svo niður á Hverfiz með blátt sjal yfir höfðum okkar sem tjald vegna úbersléttaðra lokka sem krullast sökum úðans er úti var. Ótrúlega gáfulegt uppátæki að ég tali nú ekki um hversu mikið veiðinet þetta var. Fiskuðum tvo glæsta Sporthúskroppa með bláa netinu og skófluðum þeim með okkur inn á Hverfiz.
Reyndum án árangurs að snúa upp á arminn á Rósa varðandi leynda aðdáanda einnar fraukunnar. Erum hinsvegar með þónokkrar vísbendingar um hver kauðinn sé. Veðmál í gangi og potturinn stefnir í svimandi háar fjárhæðir enda stór nöfn hér á ferð... þetta verða svo sannkallaðar veðreiðar þegar loks kemur í ljós hvaða nafn fákurinn frái ber. Eitt er víst að hann er ekki á beit í Norðfirði og því var skálað til heiðurs fráa fáknum.
Við höfum haft orð á því áður skutlurnar að Hverfiz sé svona Staupasteins-staður, þar sem maður er 100% viss um að þekkja alltaf einhvern. Svo var hinsvegar ekki þetta kveldið enda rjóminn af hákörlum staðsettur eilítið neðar í borginni eða nánar tiltekið á Sálarballi á Nasa. Því lá leiðin niður á Austurvöll til að berja augum eina frábærustu hljómsveit Íslands fyrr og síðar. Á leiðinni heilsuðum við upp á pöndurnar tvær sem leika sér svo fallega á skilti við Laugaveginn...er það einungis ég sem sé eitthvað athugavert við stellingarnar á pöndunum?
Trylltur dans tekin við barinn á Nasa og fengum við fraukur heila 10 í einkunn ásamt samankrumpuðum þúsurum að launum frá viðstöddum hópi karlmanna... stöðugur hagnaður og einungis fyrsti ársfjórðungur ársins 2005. Mikil ölvun var á mannskapnum og augljóst var að kortér í þrjú fílingurinn væri í loftinu...fullir kallar með snertiáráttu á háu stigi og búnir með orðakvótann sinn svo uppúr þeim kom hljóð ungabarna!
Kom glögglega í ljós að gulur hefur öðlast þátttökurétt á hegðunar- og framkomunámskeiði daufdumbra sem haldið verður á næstu dögum. Bar síðar fyrir sig svertu...en við fraukurnar trúum því takmarkað að gulur geti orðið svartur enda óravegu milli þessara tveggja á litaspjaldinu.
Dúndurstuð á hákörlum kenndum við dúkahnífinn og kGb, báðir komnir með beitur fyrir kveldið og urðu því fljótlega utan þjónustusvæðis. Þeir voru hinsvegar ekki þeir einu sem þar enduðu, því það var skorað í mark KR-inga á heimavelli af ónefndum aðilum!
Enduðum tjúttið með brunch á Vegamótum í morgunsárið, enda fátt girnilegra en bacon, egg og pönnsur eftir erfiði næturinnar. Ekki sakaði að umræðurnar voru ansi merkilegar og lærdómsríkar en fóru þó einna helst fram á norsku...

Fórum fraukurnar á tjútt á laugardaginn. Störtuðum kveldinu heima hjá Söndrunni með kampavín og förðunardömuna Unni sem töfraði fram okkar innstu fegurðardrauma. Ótrúlega fyndið að sjá okkur fullkomlega ómálaðar en samt í okkar fínasta pússi að skála. Þetta var nokkuð súrrealísk sjón og sjaldgæfari en hvítir hrafnar.
Að sjálfsögðu var helsta fundarefni kveldsins hitt kynið og allt sem því fylgir. Kom meðal annars til tals hvers vegna stellingin kennd við 69 sé svona feykilega vinsæl meðal karla...já við vorum allar sammála því að það væri margt annað á óskalistanum en að vera fastur með nebbann í görninni á kauða reynandi að halda rythm-a og balance.
Eins og okkur einum er lagið þá var undirbúningurinn heldur langur og helsta vandamálið að taskan sem var í stíl við átfittið rúmaði ekki allt emergency kit hinnar single frauku. Kittið samanstendur af hinum ýmsu vörum sem nútímakvensan gæti þurft að grípa til þegar eitthvað “stendur” til; tannkrem, tannbursti, make-up remover þurrkur (til að koma í veg fyrir “panda on prozac” lúkkið), verjur, maskari, gloss, púður, tyggjó, hálstöflur, peningaklemman, eldur, kredit kort, hárgel, hárspray, feluspennur, hárteygjur, ilmvatn, olía, auka sokkabuxur, hárbursti, gemsi, sólgleraugu, auka skartgripir, lyklar og lítill spegill. Endaði pabbastelpan með litla flugfreyjutösku á hjólum sem hún dró á eftir sér.
Eftir miklar umræður á Pravda um HR/Verzló útlitið á TinTin ásamt drykks í boði staðráðins nærbuxnaskelfirs, fór hersingin á Vegamót enda sætilíus kominn úr 2 vikna fríi. Sætur var geislandi ferskur og tanaður svo varla hægt annað en að knúsa litla hákarlinn sem var samþykktur af heilluðum fraukunum á staðnum.
Töltum svo niður á Hverfiz með blátt sjal yfir höfðum okkar sem tjald vegna úbersléttaðra lokka sem krullast sökum úðans er úti var. Ótrúlega gáfulegt uppátæki að ég tali nú ekki um hversu mikið veiðinet þetta var. Fiskuðum tvo glæsta Sporthúskroppa með bláa netinu og skófluðum þeim með okkur inn á Hverfiz.
Reyndum án árangurs að snúa upp á arminn á Rósa varðandi leynda aðdáanda einnar fraukunnar. Erum hinsvegar með þónokkrar vísbendingar um hver kauðinn sé. Veðmál í gangi og potturinn stefnir í svimandi háar fjárhæðir enda stór nöfn hér á ferð... þetta verða svo sannkallaðar veðreiðar þegar loks kemur í ljós hvaða nafn fákurinn frái ber. Eitt er víst að hann er ekki á beit í Norðfirði og því var skálað til heiðurs fráa fáknum.
Við höfum haft orð á því áður skutlurnar að Hverfiz sé svona Staupasteins-staður, þar sem maður er 100% viss um að þekkja alltaf einhvern. Svo var hinsvegar ekki þetta kveldið enda rjóminn af hákörlum staðsettur eilítið neðar í borginni eða nánar tiltekið á Sálarballi á Nasa. Því lá leiðin niður á Austurvöll til að berja augum eina frábærustu hljómsveit Íslands fyrr og síðar. Á leiðinni heilsuðum við upp á pöndurnar tvær sem leika sér svo fallega á skilti við Laugaveginn...er það einungis ég sem sé eitthvað athugavert við stellingarnar á pöndunum?
Trylltur dans tekin við barinn á Nasa og fengum við fraukur heila 10 í einkunn ásamt samankrumpuðum þúsurum að launum frá viðstöddum hópi karlmanna... stöðugur hagnaður og einungis fyrsti ársfjórðungur ársins 2005. Mikil ölvun var á mannskapnum og augljóst var að kortér í þrjú fílingurinn væri í loftinu...fullir kallar með snertiáráttu á háu stigi og búnir með orðakvótann sinn svo uppúr þeim kom hljóð ungabarna!
Kom glögglega í ljós að gulur hefur öðlast þátttökurétt á hegðunar- og framkomunámskeiði daufdumbra sem haldið verður á næstu dögum. Bar síðar fyrir sig svertu...en við fraukurnar trúum því takmarkað að gulur geti orðið svartur enda óravegu milli þessara tveggja á litaspjaldinu.
Dúndurstuð á hákörlum kenndum við dúkahnífinn og kGb, báðir komnir með beitur fyrir kveldið og urðu því fljótlega utan þjónustusvæðis. Þeir voru hinsvegar ekki þeir einu sem þar enduðu, því það var skorað í mark KR-inga á heimavelli af ónefndum aðilum!
Enduðum tjúttið með brunch á Vegamótum í morgunsárið, enda fátt girnilegra en bacon, egg og pönnsur eftir erfiði næturinnar. Ekki sakaði að umræðurnar voru ansi merkilegar og lærdómsríkar en fóru þó einna helst fram á norsku...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home