þriðjudagur, mars 15, 2005

ANGELINA JOLIE VARIR

Ég veit ekki hvaða ótrúlegi hégómi greip mig síðasta laugardagskveld. Fann að mér fannst, þessa litlu snilld...varagloss sem veldur ofnæmisviðbrögðum svo varirnar eiga að stækka til muna.
Mín hugsaði sér gott til glóðarinnar og setti eina netta umferð yfir stútinn. Beið svo við spegilinn og fann þær dofna upp...ekki frá því að þær hafi stækkað um svo sem eitt númer.
Þokkalega ánægð með nýja sexy pouty lúkkið, fékk mér meira í glass og hélt út á tjúttið. Þegar ég kom niður á Apótek til að hitta hópinn, tók græðgin öll völd og ég gjörsamlega makaði glossinu á mig...og við erum að tala um VEEEEL af glossi!
Svo pakkar mín honum niður í tösku og fær sér meira í glas, heldur betur ánægð með lífið. Finn að varirnar eru farnar að dofna talsvert og brosi út í annað yfir þessu nýja setti sem hanga líkt og sogskálar fyrir neðan nebbann...en nei bíddu nú við...finn allt í einu fyrir dofa í koki og öndunarvegi og svo þrengir að...
Tinna semsagt sleikti varirnar ósjálfrátt eftir sopa af mojito með þeim afleiðingum að slatti af ofnæmisvaldandi lyfi fór í kok og niður!
Þarf vart að taka það fram að hégómagirnd mín brotlenti heldur betur þetta kveld og læt ég mér þetta að kenningu verða...Var aðhlátursefni og hlaut viðurnefnið gúbbífiskurinn vegna sogskálanna góðu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home