mánudagur, mars 07, 2005

Here´s TinTin!

Jæja kæru lesendur. Þykir miður ef ég hef brugðist yður með skorti á bloggfærslum síðustu tvær vikur en var löglega afsökuð líkt og sést á kommentakerfinu.

Brusselferðin var strembin enda nokkuð þétt dagsskrá fyrirlestra og kokteilboða. Mikið grín var gert að Tinkerbell þegar hún mætti með heilt hlass (19.9 kg)af farangri út á flugvöll á leið út en 2/3 hlutar ferðatöskunnar voru íþróttafatnaður og lóðin góðu. Tinna ætlaði nú aldeilis að gera það gott í fitness centerinu á hótelinu og bræða hitaeiningar í morgunsárið hvern dag. Svo gott var þetta nú ekki en eftir kokteilboðið í sendiráðinu mætti ég í nike átfittinu á brettið og nú átti að taka verulega á því... Eitthvað hafði hvítvínið og ostarnir áhrif á getuna enda fór að svífa heldur betur á stelpuna. Rölti því niður í svítuna, setti Sálina á fóninn með bjór í hendi og gerði uppsettur og armbeygjur. Heldur betur ímynd hreystis!

Lentum á laugardagseftirmiðdegi með flugþreytu og yfirvigt eftir verslanaferð. Planað hafði verið að fara út að borða og kíkja á hið íslenska næturlíf með strákunum og Söndrunni. Hófst kveldið með fordrykk í B-47 en svo lá leiðin á Galileo. Fyrsta sinn sem ég snæði á þeim stað en pizzurnar voru ansi góðar svo ég tali nú ekki um bjórinn!
Kíktum yfir á Einar Ben þar sem nammidagsguttinn Andrés var í brjáluðum fíling og söng hárri raust VÚDDJÚBÍMÆGÖRL með tilheyrandi danstöktum. Haukur Logi sem beilaði á Brussel, vann hörðum höndum við að blanda bensínskot að hætti Andrésar sem sárafáir náðu að koma niður. Fengum okkur því white russian til að kæla öndunarveginn. Einsi Ben var orðin heldur súr þegar eitthvað lið var komið í sjómannskeppni og vellti borðum og stólum um koll með áfergju. Létum okkur því hverfa í einum grænum.

Sandra var eitthvað efins þegar einkaþjálfarinn ráðlagði henni að drekka áfengi kveldið fyrir fitumælingu svo hún kæmi betur út, enda líklegt að hér hafi verið um samantekin ráð að ræða með því markmiði að fá stelpuna á tjúttið. Hún fór nú snemma heim skvísan en hefur lofað að bæta um betur um næstu helgi þegar humarhátíðin verður haldin. Enda hafa rækjutogararnir breytt um nafn og veiðitegund og svara nú kallinu humartogararnir.(smá prívatdjókur...ónlí for jú sandra mín)
Tókum svo Pravda-Hverfiz og enduðum á Sálarballi. Þar var stemningin gríðarlega góð og áttum við Maggi hrekk kveldsins þegar við stráðum glimmerstjörnum í hárið á Arnari svo lítið bæri á. Þegar kveikt var á diskóljósunum logaði glókollurinn allur með blingbling style... Fannst þetta einstaklega fyndið enda hausinn á honum líkt og diskókúla!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home