þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Athyglisbrestur...eins og sést!

Sit í skattarétti en hausinn á mér er einhvers staðar langt í burtu... Veit ekki alveg hvað er málið með kúpuna á mér eða hvort ég á að fá mér skammt af swiss mocca á hverjum morgni til að vera lífleg á lyklaborðinu.

Sandran fékk Sölvann sinn heim í gær svo gleði og hamingja draup á hverju strái á Eggertsgötunni. Hann stoppar nú stutt kappinn eða fram á laugardag. Veit ekki einu sinni hvaða leikur þetta er :)

Máninn minn missti tvær framtennur í síðustu viku. Endalaust sem við erum búin að bíða eftir þessu, enda var ég búin að hræða hann með því að ef þetta færi ekki að gerast myndi ég kippa þeim úr í svefni! Þess þurfti nú heldur betur ekki og nú eru tvö stór göt á brosinu...bara sætt!

Um næstu helgi er svo afmæli hjá P-ravda og allt í gangi hjá King Benitez og félögum. Við "LEX-píurnar" ætlum að fara eitthvað næs út að snæða og hrynja svo í drykkina hjá MBen. Það er alltof alltof langt síðan að það var tekið skvísudjamm ;) vúhúúú...
Ákváðum í gær að fara á kokteilatjútt sem er nottla tær snilld...nema hvað að tintin blingbling virðist hafa misst drykkjuþolið sitt í sumar. Ótrúleg breyting en síðasta vetur náði ég eitt sinn að torga 14 stykkjum að bjórum (okei ég var fúgglur) en um síðustu helgi í Senupartýinu, þá fékk ég mér einn mojito og einn breezer og var bara helsátt á sneplunum...alveg í stíl við félagsskapinn reyndar...Skiliddiggi alveg en þetta verður að breyta og bæta. Verkefni fyrir næstu helgi...drekka meira :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home