fimmtudagur, september 29, 2005

FROM RUSSIA WITH LOVE...

Bombupartýið lukkaðist hrikalega vel. Drykkurinn blandast yndislega við Vodka og rann heldur betur ljúflega niður...eiginlega of ljúflega. Partýþrekið mitt allavega fílefldist og mér var ekki skilað heim til mín fyrr en sjö um morguninn. Það sem meira er að ég var mætt í gymmið 4 tímum síðar í brennslu... súperdjamm og takmörkuð þynnka!

Skvísulísurnar mættu allar okkur til stuðnings á laugardaginn. Sátum og rifjuðum upp gamlar stundir og það var ákveðið með einróma kosningu að TinTin mætti ekki taka með sér meiköpp á tjúttið. Málið er að ég fer alltaf með troðfulla handtösku af bjútívörum með mér. Svo þegar maður er búin að fá sér eilítið í tána, þá er hópferð á WC til að púðra nebbann. Nema hvað að ég verð iðulega of drastísk við að spasla og smyrja... enda svo bara rooooosalega mikið máluð. Stelpurnar hertóku því töskuna mína og ég held ég láti mér þetta að kenningu verða, enda fæ ég ekki að gleyma rússasögunni í bráð: Ég fór fyrir þremur árum á tjúttið með spánýjan himinbláan augnskugga. Eftir því sem líða tók á kveldið fór mín æ oftar inn á kveldið að lappa upp á spegilmyndina...sem nottla varð óskýrari með hverjum drykknum. Á leiðinni heim til mín ákvað ég að stoppa á Devitos. Þar sem ég stend í röðinni og riða eilítið vegna drykkju, þá snýr maður sér við fyrir framan mig og segir...NEI, vó....ARJÚ FROM RÖSSÍA??? Ég varð bara sóber á sekúndunni, leit á hann og sagði: NEI ÉG ER ÍSLENSK! hnussshnusss

... það er óþarfi að taka fram að ég fleygði augnskugganum mínum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home