mánudagur, september 05, 2005

köttuð-köttaðri-köttuðust...here kitty kitty...

Here we go again, enn einn mánudagurinn þar sem miss tintin segist ætla að byrja að læra. Hrumpf... Mér verður einfaldlega minnst úr verki þessa daganna, hef áttað mig á því að lífið býður upp á svo gríðarlegri skemmtilegri hluti en endurálagningu skatta og þjóðréttarlegar deilur milli erlendra ríkja.

Acuran mín er ekki lengur í minni umsjá, var skipt út af yndislegum BMW sem glansar hvernig sem viðrar. Ótrúlega gaman að vera á svona fullorðins bíl, skil samt ekkert í þessu bílamáli en bíllinn er með einhverjum gríðarlegum aukapakka sem skiptir mig minnstu máli... veit samt hvað topplúga er :)

Fórum LEXurnar út að spísa og kíktum á lífið á laugardaginn. Heppnaðist með eindæmum vel og líður ekki á löngu þartil leikurinn verður endurtekinn. MBen hlóð borðið okkar stelpnanna af áfengjum drykkjum svo að það var ekki hægt að sjá í borðplötuna, vakti mikla eftirtekt erlendra gesta á Pravda. Ekta íslenskar víkingastelpur með 6 drykki hver...vúhaaa!
Eftir að hafa tæmt barinn á Pravda, lá leið okkar upp á Vegó sem var úberpakkaður svo við ákváðum í einhverju bjartsýniskasti að tékka á Oliver. Maður gat nú ekki þverfótað fyrir Ungfrú Séð&Heyrt-"ég er að deita þennan gaur" og fótboltahjásvæfum hennar af hinum ýmsu stærðum og gerðum. Hrikalega er klakinn orðinn lítill!

Ég er hætt í Sporthásinu og orðin gildur limur í Laugum. Sem er nottla bara snilld, veit ekki alveg hvað ég var að þrjóskast inn í hálfkláruðu húsi í 3 ár!
Er meira að segja komin með púlpartner og læti, Ása og Anna Ýr eru með mér í átakinu "playboy-bikini model", við höfum fengið aðstoð frá mínum heittelskaða við gerð matar- og lyftingarprógrams. Ekki seinna vænna enn að koma sér í helköttað form því nú eru einungis tæplega 5 vikur þartil áætluð Vegas ferð rennur upp með allri sinni dýrð!

Litla sys er að flytja af landi brott ásamt Baunanum sínum...Hún notar það nú óspart til að láta okkur hin snúast í kringum sig en það er alltílæ því ég veit að ég á eftir að sakna hennar endalaust mikið þegar hún er farin.


Glory glory...ég fékk túnfisk í vatni í kvöldmatinn og hrökkbrauð í eftirrétt. þetta er sko aldeilis ekki tekið út með sældinni!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home