fimmtudagur, september 22, 2005

Nágrannaerjur...

Í sumar flutti nýtt par í húsið okkar sem er fjórbýli. Kallinn sem bjó þarna áður var búinn að eigna sér innkeyrsluna að húsinu og seldi því nýja parinu íbúðina ásamt innkeyrslunni.

Við höfum notað innkeyrsluna ef ekkert annað stæði er laust og ítrekað hafa þau þá lagt fyrir aftan okkar bíl og króað okkur af. Um daginn þurftum við svo að biðja þau að færa skrjóðinn sinn svo við kæmumst leiða okkar, en þá sagðist konan eiga innkeyrsluna og því mættum við ekki leggja þarna...
Jú við svöruðum því að bílskúrsréttur (engar teikningar liggja fyrir) væri ekki hið sama og eign á innkeyrslu að fjórbýli og því væri réttur allra íbúa hússins jafn hvað þetta blessaða stæði varðar.

Eitthvað fór þetta illa í parið á efri hæðinni og nú gustar heldur betur köldu milli hæða hér í Barmahlíðinni. Í stað þess að koma og ræða bara við okkur ef þeim mislíkar eitthvað þá hafa þau reynt eftir fremsta megni að vera leiðinleg. Þau hengja þurran þvott á snúrurnar okkar svo við getum ekki þurrkað okkar þvott. Þess ber að geta að þau eiga þurrkara og sitt sett af snúrum.
Þau eru að færa dótið okkar hérna niðri, með hávaða á ganginum og dunda sér í þvottahúsinu (sem er við hliðina á íbúðinni okkar) langt fram eftir nóttu... hvað er heimavinnandi kona að pæla þegar hún er farin að þvo þvotta á miðnætti...HELLÚ!!!

Púkinn í mér er óðum að stækka og ekki líður á löngu þartil ég tek mér það bessaleyfi að setja hveiti í þvottavélina hennar...hnjahnjahnja...
Nei ætli það sé ekki best að vera sá vitrari í þessu og fara upp og ræða við þetta einhverfa lið. Skil bara ekki alveg hvaða fávitagangur þetta er að reyna að senda okkur einhver skilaboð með því að hegða sér á þennan hátt í stað þess að koma bara og ræða málin.

Gæti verið að tintin sé eilítið pirrpirr núna...!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home