mánudagur, febrúar 20, 2006

ALOHA!

Mánudagur og ég í MBL að læra á hundrað og fimmtíu. Helgin var ansi þétt en hrikalega skemmtileg. Við róuðum okkur niður á föstudagskveldið með pizzu og bjór yfir Idolinu og svo bara slökun. Rukum svo af stað um hálf átta á laugardagsmorguninn, Arnar í vinnu og ég að útrétta. Eftir hádegið var farið að eyða peningum...eitthvað sem ég er alveg með doktorsgráðu í þessa daganna! Arnar keypti sér ný jakkaföt og skyrtu og allan pakkann en mín keypti enn ein stígvélin. Í þetta sinn voru þau karamellulituð (eins og þessi háhæluðu) kúrekastígvél (eins og þessi svörtu...bara nýrri) Fórum svo í Epal að versla gjafir handa afmælispæjunum Hörpu og Rúrí. Keyptum geggjaða vínrekka handa þeim frá Rosendahl...töff töff töff!
Pabbi og hinir papparazzarnir opnuðu sýningu í Gerðarsafni klukkan þrjú á laugardaginn. Geggjuð sýning og við færðum honum blóm í tilefni dagsins, bláar rósir með rauðum risablöðum svona bakvið...very smart indeed :) Allavega þá mættum við á opnunina eftir að mamma var búin að hringja í okkur þrisvar til að athuga hvort við ætluðum ekki að kikka við...mamma mín er svona alarm clock fyrir familíu-event af öllu tagi. Nauðsynlegt apparat en getur líka orðið smá þreytandi :)
Skoðuðum allt Gerðarsafn hátt og lágt og fórum svo heim í Hlíðarnar í fínu fötin. Ég mátaði allt í skápnum mínum...án gríns...alla kjólana og stelpur you know what I´m talking about! Endaði hinsvegar í svarta kjólnum sem ég keypti á netinu. Ekta TinTin að versla kjól á netinu sem virkaði bara rosalega flottur á myndinni og er það svo sem ... en hann er svona grískur og laufin sem eru yfir tittísin eru gegnsæ... allar vinkonur mínar hafa grenjað úr hlátri yfir þessum gegnsæju kaupum mínum í netverslun á erlendri grund. Ég smellti mér bara í svartan topp undir kjólinn og hann var bara alveg gorgeous flottur.
Ég var búin að segja Arnari að vera tilbúinn klukkan kortér í sex í jakkafötum í smá surprice. Hann varð ekkert smá glaður þegar að hann fékk svo kampavín og ostrur í forrétt, followed by the best meal ever á Vín og Skel. Þetta er pínu aggalítill staður í bakhúsi á Laugaveginum með ótrúlega góða þjónustu og maturinn var tryllt góður. Alveg víst að þarna ætlum við að fara aftur :)
Eftir að hafa troðið í sig lúxusfæðinu öllu saman og sullað aðeins og kampavíninu, náði Sverrir driver í okkur á fína bílnum sínum. Við héldum upp í Ghettóið að ná í uppeldisson okkar hann Magga Ben og rifum hann með í veisluna til stelpnanna inni í Heivenfjord.
Böddi og Rúnar voru búnir að leggja þvílíkt í veisluna og buðu upp á Bombu-Vodka með þurrís og fullt fullt af kræsingum frá veisluþjónustunni Kokkarnir. Svo var Eurovision varpað á vegginn með skjávarpa og stemningin eftir því. Stelpurnar niðri á Solid fóru með mig inn á bað í greiðslu og ég mætti fram aftur með hárið allt saman túberað og tekið frá andlitinu...very töff töff töff... en minnti helst á karíus og baktus þegar ég vaknaði daginn eftir. Vá hvað það er vont að taka túberingu úr hári...shit ég geri þetta ekki aftur, nema kannski þegar maður er helblekuð :)
Eftir æðislega afmælisveislu var haldið áfram í flöskuherberginu í 101 og drukkið fram undir morgun og tjúttað. Heilsan var líka alveg eftir því þegar við vöknuðum í gærmorgun en rifum okkur samt á fætur og fórum í dekurpakkann sem er fastur við sunnudaga. Ég er allavega sátt eftir helgina og tilbúin í strembna lærdómsvikuna :)

Vá ég var að lesa yfir þessa færslu mína og það er alveg eins og ég sé að auglýsa þessi fyrirtæki hægri vinstri...en allavega þá vil ég taka það fram að ég er ekki á söluprósentum hjá þessum aðilum...ehh...nema þá kannski Bombunni :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home