miðvikudagur, maí 31, 2006

Lærðu að ljúga...!

Prófin mín er öll að baki og sumarið loks að byrja...Finally!
Nú er maður farin að mæta aftur í ræktina og taka á því enda komin smá prófabumba á stelpuna. Það er samt með ólíkindum hvað fólk finnur upp á að röfla um hluti sem það hefur ekki hundsvit á en ég heyrði um daginn kjaftasögu af sjálfri mér. Sagan segir að stelpa í bekknum mínum hafi sagt við systur sína að ég væri svo mikið merkikerti að ég gæti bara ekki mætt á æfingar niður í Laugar ... staðreyndin er hins vegar sú að ég tók mér tveggja vikna frí enda að ljúka þrem prófum og BA ritgerð. Mæti einu sinni til tvisvar á dag í brennslu þessa daganna svo að ég er nú ekki meira merkikerti en það!

Skilaði BA ritgerðinni á föstudegi og hélt ruglaðasta partý aldarinnar. Eurovision partý með tóga-þema þar sem allir mættu í grískum búningum eða fengu heimatilbúinn tóga að hætti tintin. Setti svo keppnistan á gaurana og bronzer yfir. Á endanum voru þeir strípaðir í tóga og gylltir á hörund líkt og grísk goð enda voru myndavélarnar óspart notaðar af viðstöddum.
Hóf svo störf strax á mánudegi eða öðrum í þynnku og er að klára viku tvö. Gengur rosalega vel og frábært að geta slakað á á kveldin yfir grilluðum mat og hvítvínsglasi, í stað bóka líkt og Endurheimt verðmæta við gjaldþrot og Meginreglur opinbers réttarfars.

Framundan er svo þessi gríðarlega flókna þriggja daga helgi... kemur ekki önnur svona fyrr en um verslunarmannahelgina svo maður þarf nú að nota þetta skynsamlega. Ýmislegt í boði og allt óöruggt eins og er... hins vegar er alveg 100% öruggt að nammidagurinn verður tekinn með humar og hvítvín mmmm :) Fyndið, mig langar ekkert í súkkli eða rjómatertur heldur bara humar!

Jæja farin að lúra enda early bird kl: 05:20. Svo ætlum við Hrafnhildur sæta að fara í útlandaleiðangur í Smáralind að versla svo að ég er að DEYJA úr spenningi :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home