þriðjudagur, febrúar 27, 2007

HLUTIR SEM HAFA BREYST EFTIR AÐ KÚLAN KOM:

- Ég má ekki ferðast! Fjölskyldumót í Köben næstu helgi og ég verð heima. Arnar að keppa í London helgina eftir það...gettu hvar ég verð. That´s right! Heima... Svo má maður víst ekki ferðast of fljótt með litla krílið og heldur ekki fara frá því. Fjúhhh sé fram á að komast til útlanda í fyrsta lagi eftir átta mánuði!

- Ég má ekki borða spægipylsu en það er eitt af mínu uppáhaldi. Sólblómasamlokan á kaffitár, used to be my favourite. Það er víst ekki heldur nóg að bíða með að borða þetta þartil í maí, heldur á meðan barnið er á brjósti takk fyrir! Þannig að ég og spæjó, eftir átta mánuði ;)

- Ég má ekki lengur taka á því í ræktinni, heldur tek hefðardömu æfingar (eins og læknirinn orðaði það). Það er þó styttra í að ég fái að hlaupa á brettinu. Maður má sumsé hlaupa þó maður sé með barn á brjósti! Gleði og hamingja - eitt stig!

- Ég get ekki sofið á maganum, eðlilega. Svo er víst hættulegt að sofa á bakinu líka, þannig að ég sef á hliðinni með snúningslak sem aðstoðar mig við að skipta um hlið, þegar ég vakna í þessi átta skipti yfir nóttina. Það jákvæða við þetta er að þá verð ég ennþá ferskari og vanari þegar að krílið er komið og vill fá að drekka á nóttunni. Ansi sjóuð orðin í þessu ;)

- Ég fæ hærri einkunnir í skólanum. Eins og Sandran orðaði það, þá skaðar greinilega ekki að hafa tvo heila ;)

- Ég sé ekki tázlurnar mínar :D Sem er bara fyndið! Nú veit ég hvernig Gaua litla líður að sjá ekki rækjuna sína ;)

- Ég þarf að fara í blóðprufur, taka inn fullt af vítamínum og lýsi. En viti menn...maður gerir allt fyrir litla krílið! Meira að segja ég sem hef ávallt verið úber hrædd við nálar ;)

- Ég kemst ekki lengur í gömlu fötin mín. Það er samt allt í þessu fína, því ég veit að ég á líklega eftir að sakna þess að hafa ekki kúlu, þegar litlan mín er komin í heiminn! Skrýtið en samt satt ;)

- All in all þá er þetta svo þess virði ;) Maður á að sjálfsögðu að vera sáttur við þessar breytingar því það er jú ekki sjálfsagt að getað eignast barn. Dettur nú í hug samtal sem ég átti við Söndruna um daginn en þar var kjarninn... we ain´t getting younger svo að... ef maður ætlar að eignast fleiri en eitt þá verður að fara setja eitthvað fúkt í þetta. Vinkvennahópurinn er líka MEST geldur held ég :D

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jahérna undur og stórmerki hafa gerst. Blogg :O Kannski eina færslan á þessu ári en samt sem áður eitt STÓRT klapp fyrir Tinnu. Færð líklega bara köfnunartilfinningu ef þú ert á bakinu, ekki hættulegt en óþægilegt. Ætlaði ekki að hræða ófrísku dömuna;) úfff, sólblómafræ eru þau á bannlista. Þarf greinilega að vera sérfræðingur til að fara út í þetta.

3:56 e.h.  
Blogger TinTin said...

Nei það er víst eitthvað með tímabundna lömun að gera, meiri hætta á þessu ef þú sefur á bakinu ;)
Sólblómasamlokan inniheldur spæjó, held nú að sólblómafræin sjálf séu í lagi...annars er ég nú ekki sérfræðingurinn ungfrú hjúkka ;)

4:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home